Súlur Áramótablaðið 2022-2023
15 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri H alldór Halldórsson og Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku að skrifa undir styrktarsamning Norðurorku við Súlur. Norðurorka skuldbindur sig til þess að styrkja árlega flugeldasýningu sem fram fer á Akureyri 31. desember ár hvert. Samningurinn gildir næstu 3 ár. Norðurorka lítur svo á að styrkurinn sé samfélagslegur á báða bóga og vænti þess að eiga Súlur björgunarsveitina að, komi upp neyðaratvik þar sem Norðurorka þarf á liðsinni Björgunarsveitarinnar að halda vegna reksturs veitukerfa sinna. Súlur þakka Norðurorku kærlega fyrir þennan styrktarsamning. Við óskum Björgunarsveitinni Súlum Og öllum Eyfirðingum Gleðilegra Jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu. Svansson ehf Björgunartæki og búnaður. Melabraut 19 221 Hafnarfirði Sími : 697-4900 Netfang : sala@svansson. is www.svansson.is Þ ann 19. maí sl. fengum við heimsókn frá sendiráði Bandaríkjanna. Staðgengill sendi herra Bandaríkjanna á Íslandi, Michelle Yerkin og föruneyti hennar, heimsóttu bækistöð okkar á Akureyri. Fengu gestirnir að sjá tæki og húsnæði og fengu kynningu á starfi sveitarinnar. Sveitum á norðurlandi voru færðar þakkir fyrir þá aðstoð sem bandarískir ríkisborgarar hafa fengið undanfarin misseri, oft við erfiðar aðstæður.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==