Súlur Áramótablaðið 2022-2023
16 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri I nnan sveitarinnar hefur sérhæfing í leitarfræðunum aukist undanfarin ár. Við búum svo vel að eiga stóran hóp af fagmenntuðum leitarmönnum og leið beinendum í faginu. Á haustdögum sótti átta manna hópur félaga Súlna fagnámskeið í Leitartækni. Námskeiðið var kennt á tveimur helgum, fyrri helgin var bókleg á Teams og seinni helgin var verkleg kennsla á Akureyri. Á námskeiðinu var meðal annars fjallað um leitarfræði, hegðun týndra, sporrakningu og stjórnun leitaraðgerða kynnt. Námskeiðið var mjög fróðlegt og lærdómsríkt. Í ljósi fjölgandi leitarútkalla síðustu misseri og aukinnar sérhæfingar innan sveitarinnar tók sex manna hópur sig til og kom að stofnun Leitarflokks innan Súlna. Hópurinn samanstóð af forsvarsfólki úr hundahóp, drónahóp og fagmenntaðs leitarfólks. Þessir hópar höfðu verið að starfa sjálfstætt síðustu ár en þótti skilvirkara að sameina þessa hópa undir einum hatti til þess að reyna að efla starfið enn meira. Það varð því úr að stofnfundur Leitarflokks var haldinn miðvikudaginn 28. september síðast liðinn. Mikill áhugi var á stofn fundinum var strax mynduð þriggja manna stjórn með fulltrúum fagmenntaðs leitarfólks, drónahóps og hundahóps. Starfið hjá okkur er rétt að byrja, en frá stofnun höfum við haldið eina æfingu og nokkur vinnukvöld. Það er spennandi að sjá flokkinn vaxa og dafna og munum við sem sitjum í stjórn flokksins leggja okkar að mörkum til þess að vekja og viðhalda áhuga félaga á Leitartækni sem og að auka hæfni og þekkingu innan sveitarinnar. Elva Dögg Pálsdóttir Formaður leitarflokks. Stofnun leitarflokks
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==