Súlur Áramótablaðið 2022-2023
29 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri FLUGELDASÝNING 31. DESEMBER KL. 21:00 Skotið verður upp á lóð Norðurorku Betra umhverfi Við höfum dregið mikið úr plastnotkun í vöruinnkaupum og sölu flugelda. Við höfum tekið úr sölu mikið af hávaðasamri smávöru sem getur valdið ónæði. Við hvetjum alla til að skjóta ekki upp flugeldum á öðrum tíma en um miðnætti á gamlársdag - til að fagna nýju ári. Annað er tillitleysi og ónæði við nágranna. Pappi og plast sem fellur til í flugeldasölu er flokkaður og endurunninn. Landsmönnum gefst kostur á að kaupa Rótarskot sem selt er á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Skjótum rótum og styðjum björgunarsveitirnar. Gleymum ekki gæludýrunum á gamlárskvöld. Góð ráð má finna á vefsíðu okkar flugeldar.is Töluvert svifryk og rusl kemur af flugeldum. Því hvetjum við alla með viðkvæm öndunarfæri til þess að grípa til viðeigandi ráðstafana á meðan mesta skothríðin gengur yfir. Einnig viljum við hvetja fólk til að safna saman notuðum umbúðum og koma þeim á sorpstöðvar eins fljótt og auðið er. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur undanfarin ár leitað markvisst að umhverfisvænni leiðum í flugeldasölunni og skipt út vörum fyrir betri og umhverfisvænni valkosti. Við eru stöðugt að vinna í að finna leiðir til minnka mengun og munum halda þeirri vinnu áfram því flugeldasalan er mikilvægasta fjáröflun okkar. Markvisst er unnið að því að fjarlægja öll óæskileg efni úr flugeldum s.s. þungmálma og annað sem er skaðlegt fyrir umhverfið. Sú vinna heldur áfram með það að markmiði að flugeldar valdi eins litlum neikvæðum áhrifum á umhverfið og mögulegt er.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==