Súlur Áramótablaðið 2022-2023

32 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Þ ann 3. febrúar fór TF-ABB í loftið með flugmanni og þremur farþegum á ellefta tímanum frá Reykjavíkurflugvelli. Áætlað var að flugvélin yrði tvo tíma í flugi. Þegar hún skilaði sér ekki hófst eftirgrennslan. Fljótlega hófst umfangsmikil leit en ræstar voru út 2 þyrlur Landhelgisgæslunnar, allar björgunarsveitir á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesinu og Suðurlandi. Einnig var dönsk leitarflugvél fengin til að fljúga yfir svæðið en hún var á flugi rétt fyrir utan Ísland. Engar vísbendingar voru um hvar vélin væri og síðasta þekkta staðsetning var rétt eftir flugtak fyrir ofan Heiðmörk. Svæðisstjórnin á svæði 11, sem er Eyjafjarðarsvæði, tók þátt nánast frá upphafi með að aðstoða við skipulagningu leitarsvæða. Um kvöldið 3. Febrúar var leitin farin að færast að Þingvallavatni og Úlfljótsvatni. Veður fór versnandi, skyggnið var slæmt en haldið var áfram með leit eins og hægt var fram í myrkrið. Sama kvöld var ákveðið að ræsa út allar björgunarsveitir á landinu til að mæta morguninn eftir. Súlur sendi rúmlega tuttugu manns með sleða, buggý bíla og dróna auk göngufólks. Brottför var frá Akureyri klukkan eitt aðfaranótt 4. febrúar. Leit hófst svo að fullum þunga klukkan átta ummorguninn. Mörg hundruð björgunarsveitarmanna voru mætt til leitar á Selfossi, við Úlfljótsvatn og Þingvallavatn. Auk björgunarsveita voru flugmenn á flugvélum, fisvélum og þyrlum notaðir við leit. Heilmikil vinna fer í að halda utan um svona stóra aðgerð og voru aðgerðarstjórnir á Selfossi, Reykjavík, Akureyri og víðar virkjaðar til að stýra aðgerðum, upplýsingaöflun og skipulagningu leitar. Meginþungi leitarinnar var við sunnanvert Þingvallavatn vegna vísbendingar sem hafði borist úr farsímagögnum þeirra sem voru um borð. Staðsetningin sem kom úr farsímagögnunum var hins vegar á vatni þar sem dýpi er 50 metrar eða dýpra. Ís og krapi gerðu leitarskilyrði þarna erfið en þarna voru bátar, kafbátar og kafarar með skanna til að mynda botninn. Hins vegar var ekki hægt að útiloka önnur svæði og því leitað að fullum krafti á öllum leitarsvæðum. Fókusinn færðist svo að mestu á svæðið þegar að olíubrák fannst á sunnanverðu Þingvallavatni við Ölfusvatnsvík seinnipartinn. Það ásamt flugleið og símagögnum gaf vísbendingu um að líklegast hefði flugvélin lent í vatninu. Veðurspáin fyrir 5. febrúar benti til þess að ekki yrðu veðurskilyrði til leitar og því allt lagt í sölurnar til að halda áfram leit þennan dag. Veðurgluggi til leitar var til tíu um kvöldið og voru flestir hópar hættir störfum og á leið í hvíld um hálf ellefu. Vélin fundin Við vinnslu á gögnum úr kafbátum var staðfest að TF-ABB væri fundin á tæplega fimmtíu metra dýpi. Vélin fannst að kvöldi á ellefta tímanum þann 4. febrúar. Enginn var þó um borð þegar vélin fannst. Lík mannanna fundust með Gavia-djúpfari frá Teledyne 6. febrúar á skömmum tíma. Ekki reyndist þó hægt að kafa eftir þeim vegna veðurs. Það var ekki fyrr en 10. febrúar sem náðist að koma mönnunum upp á yfirborðið. Vegna veðurs var ekki hægt að kafa en notaður var neðansjávardróni með gripkló. Það var ekki fyrr en um vorið sem hægt var að ná vélinni upp. Þann 22. apríl fóru kafarar frá Sérsveit Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunni niður að flakinu og náðu að koma stroffum utan um vélina. Tæpum hálftíma eftir að köfunaraðgerðir hófust var vélin kom upp á sex metra dýpi þar sem rannsóknarvinna fór fram áður en vélin var hífð á land. Rúmlega þúsund manns komu að þessum aðgerðum með einum eða öðrum hætti sem er með stærri aðgerðum hér á landi. Þarna var mikil samstaða milli margra mismunandi aðila sem gerði samstarfið mjög gott en þarna voru á níunda hundruð björgunarsveitafólks, Landhelgisgæslan, lögregla, almanna­ varnadeild og sérsveit Ríkislögreglustjóra, Isavia, einkaaðilar, flugáhugamenn og fjöldi annarra. Andrés Tryggvi Jakobsson Leitin að TF-ABB

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==