Súlur Áramótablaðið 2022-2023
34 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri D agana 22. - 25. ágúst sl. mönnuðu Súlur gosvakt í Meradölum í seinni goshrinunni á Reykjanesskaga. Farið var á Súlum 6 Sprinter ásamt 2 Buggybílum. Tveir göngumenn voru á ferðinni um gosstöðvarnar ásamt Buggybílum sem nýttust vel til sjúkraflutninga á stígunum sem sífellt var verið að betrum bæta. Það fór þó eins og þegar við fórum í seinni vaktina í fyrra gosinu, vorum rétt ókomnir, þegar gosinu lauk. Engu að síður vorum við fólki til aðstoðar og veita upplýsingar eftir bestu getu, margt var um manninn þessa daga enda veðrið gott og gaman að njóta stórbrotinnar náttúru, ógleymanlegt! Gosvakt nr. 3 hjá Súlum í Fagradal
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==