Súlur Áramótablaðið 2022-2023

6 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Ágúst 08 Maður í sjálfheldu í 430 m hæð í Bjarnarskriðum. Þyrlan náði að hífa hann upp. 13 Leit að bát í Eyjafirði. Bátur dettur út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu og svarar ekki fjarskiptum. Landhelgis­ gæslan óskar eftir aðstoð björgunarsveita. Merkið frá bátnum kom fljótlega inn aftur og því aðgerðin afturkölluð. 20 Slasaður göngumaður við Álftavatn. Hópur frá Súlum var í sumarferð í Landmannalaugum. Var óskað eftir aðstoð þeirra við böruburð á göngumanni með brotinn ökkla. September 16 Maður í sjálfheldu í Unadal í Skagafirði. Óskað eftir fjalla­ björgunarhóp frá Súlum. Þyrlan kom á vettvang í þann mund sem hópurinn var að leggja af stað frá Akureyri. 25 Óveðursaðstoð. Ýmis fokverkefni og sjávarflóð á Eyrinni 27 Gangnamenn í sjálfheldu. Samferða­ menn náðu að aðstoða þá rétt áður en fjallabjörgunarhópurinn kom á staðinn. 28 Leit að manni í Öxnadal. Hann fannst heill á húfi. Október 09 Aðgerðarstjórn Almannavarna virkjuð. Vegna slæmrar veðurspár var ákveðið að manna aðgerðarstjórn til að hafa betri yfirsýn yfir stöðuna. 09 Óveðursaðstoð í Bárðardal. Farið með rafstöðvar fyrir Rarik vegna rafmagnsleysis í Bárðardal. Nóvember Engin verkefni skráð. Desember Engin verkefni skráð. Auk þessara verkefna sem teljast til útkallsverkefna sinntu Súlur gosgæslu ásamt hálendisvakt um vikutíma í Landmanna­ laugum og aðra viku í Skaftafelli. Enn fremur ýmsum þjónustuverkefnum sem ekki eru talin hér.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==