Súlur Áramótablaðið 2022-2023
6 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Ágúst 08 Maður í sjálfheldu í 430 m hæð í Bjarnarskriðum. Þyrlan náði að hífa hann upp. 13 Leit að bát í Eyjafirði. Bátur dettur út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu og svarar ekki fjarskiptum. Landhelgis gæslan óskar eftir aðstoð björgunarsveita. Merkið frá bátnum kom fljótlega inn aftur og því aðgerðin afturkölluð. 20 Slasaður göngumaður við Álftavatn. Hópur frá Súlum var í sumarferð í Landmannalaugum. Var óskað eftir aðstoð þeirra við böruburð á göngumanni með brotinn ökkla. September 16 Maður í sjálfheldu í Unadal í Skagafirði. Óskað eftir fjalla björgunarhóp frá Súlum. Þyrlan kom á vettvang í þann mund sem hópurinn var að leggja af stað frá Akureyri. 25 Óveðursaðstoð. Ýmis fokverkefni og sjávarflóð á Eyrinni 27 Gangnamenn í sjálfheldu. Samferða menn náðu að aðstoða þá rétt áður en fjallabjörgunarhópurinn kom á staðinn. 28 Leit að manni í Öxnadal. Hann fannst heill á húfi. Október 09 Aðgerðarstjórn Almannavarna virkjuð. Vegna slæmrar veðurspár var ákveðið að manna aðgerðarstjórn til að hafa betri yfirsýn yfir stöðuna. 09 Óveðursaðstoð í Bárðardal. Farið með rafstöðvar fyrir Rarik vegna rafmagnsleysis í Bárðardal. Nóvember Engin verkefni skráð. Desember Engin verkefni skráð. Auk þessara verkefna sem teljast til útkallsverkefna sinntu Súlur gosgæslu ásamt hálendisvakt um vikutíma í Landmanna laugum og aðra viku í Skaftafelli. Enn fremur ýmsum þjónustuverkefnum sem ekki eru talin hér.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==