Súlur Áramótablaðið 2022-2023

Súlur, björgunarsveitin á Akureyri 8 Vinnuframlag félaga U ndanfarin tvö ár hefur verið farið yfir áhrif Covid á starfið. Nú er því lokið og gaman er að staldra aðeins við og skoða hvað félagar eru að leggja af sér í starfið. Við í Súlum höfum frá árinu 2018 notað gagnagrunn sem hjálpar okkur að halda utan um fjölda viðburða og vinnuframlag félaga í viðburðum. Útköllin eru þegar þetta er skrifað 26, á þessu ári en það er þremur meira en var allt árið 2021. Alls fóru tæpar 177 klst. í þessi 26 útköll en það fóru rúmar 257 klst. í þessi 23 útköll í fyrra. Tæpar 449 klst. í 103 æfingar miðað við 76 æfingar sem tóku 477 klst. í fyrra. Í ár hafa verið fleiri æfingar og reynt að hafa þær styttri og hnitmiðaðri. Rúmar 2.743 klst. fóru í 332 námskeið, fundi og fjáraflanir. Hérna sést hvar mesta aukningin er í starfinu, en hún skýrist eikum á því að félagar í sveitinni hafa verið mjög dugleg að sækja sér þekkingu með því fara á námskeið. Í heildina skiluðu félagar 20.775 klst. í starfi sem er 3400 klst. meira en árið áður. Í rauninni er vinnuframlag töluvert meira en oft hittast félagar til þess að fara yfir hluti eða ganga frá sem er ekki skráð og telur því ekki í tölfræðinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==