Súlur Áramótablaðið 2023-2024

12 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Mánudaginn 27 mars fengu Súlur útkall klukkan 10:57 um að fallið hefði snjóflóð á Austurlandi og hætta væri á fleiri flóðum næstu sólarhringa. Óskað var eftir snjóbíl, göngu- og leitar- hópum og aðgerðastjórnendum. 22 manna hópur lagði af stað frá Akureyri þann sama dag. 20 félagar úr Súlum fór á Vopnafjörð til móts við varðskip Landhelgisgæslunnar og tveir félagar fóru austur á Egilsstaði með snjóbílinn. Þeim sem fóru á Vopnafjörð var snúið heim seinna um kvöldið þegar varðskipið sigldi fram hjá. Ferðin austur á Egilsstaði með snjóbílinn gekk frekar illa til að byrja með vegna færðar. Mikill skafrenningur var í Eyjafirði og Dalsmynni og hvasst, en veðrið varð svo skaplegra þegar austar dró. Móttaka allra bjarga var á Egilsstaðaflugvelli og var okkur bent á að koma við þar og tilkynna okkur inn. Lokað var yfir á firðina og var þá ekkert annað í stöðunni en að bíða og því gistum við á Egilsstöðum fyrstu nóttina. Við fengum það verkefni eftir hádegi næsta dag að fara til Seyðisfjarðar með snjóbílinn og vera íbúum til halds og trausts þegar næsta lægð gengi yfir daginn eftir. Búið var að stinga leið yfir Fjarðarheiði á jarðýtu og gekk eins og í sögu á leiðinni yfir heiðina. Við tókum snjóbílinn af vörubílnum og fórum að skoða bæinn. Þegar við vorum búnir að keyra á bílnum í smá stund þá var fólk farið að taka myndir af snjóbílnum enda kannski ekki á hverjum degi sem þau sjá svona tæki á ferðinni. Við fengum fljótt að vita að við hefðum samastað hjá björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði. Dagurinn leið og ekkert gerðist í ofanflóðum. Björgunarsveitafólk kom víðsvegar af landinu til Seyðisfjarðar, en ásamt okkur voru félagar frá Grindavík, Hjálparsveit skáta í Garðabæ, Grímsnesi, Hellu og Skagfirði. Við gistum í íþrótta- húsinu á Seyðisfirði nótt númer tvö. Skilyrðið fyrir því að allur hópurinn fengi að fara að sofa, var að við myndum hafa kveikt á talstöðvum og að símarnir væru ekki á hljóðlausri stillingu. Næsta dag vorum við að sinna ýmsum verkum fyrir íbúa, til dæmis að moka af húsþökum og aðstoða íbúana við að ná í nauðsynjar heim á bannsvæðin í bænum. Við fengum að vita að allur hópurinn fengi inn í vinnubúðum sem Héraðsverk reka og fór vel um okkur þar. Dagur þrjú hjá okkur var frekar annasamur, en það voru rýmingar á frekar stóru svæði, mikil rigning og mörg niðurföllum stífluðust. Við mokuðum bílaplanið hjá björgunarsveitinni nokkuð oft þessa daga sem við vorum hjá þeim. Þyrlan og varðskipið Þór komu að höfn á Seyðisfirði kl. 18 eftir að heimamaður slasaðist alvarlega. Þegar við vöknuðum á degi fjögur á Seyðisfirði höfðu nokkur lítill flóð komið úr fjöllum langt frá byggð en ekkert sem viðbragðsaðilar höfðu áhyggjur af. Við settum snjóbílinn upp á vörubílinn og fórum niður á höfn þangað sem varðskipið Þór var og fylltum snjóbílinn af búnaði sem björgunarsveitafólk víðsvegar um landið átti. Við lögðum svo hægt og rólega af stað yfir Fjarðarheiðina og áleiðis til Egilsstaða, tókum stutt stopp á Egilsstaðaflugvelli og settum út dótið sem kom með varðskipinu. Svo lögðum við af stað heim til Akureyrar og fengum höfðing- legar móttökur frá okkar fólki í Súlum þegar við keyrðum inn á bílaplanið. Mikið var gott að sjá svona mikið af fólki. Þetta segir okkur að þó við höldum að útköllin verði bara stutt og létt geta þau alveg teygst til lengri tíma. Þegar við lögðum af stað í þetta verkefni þá vorum við beðin um að gera okkur klár í þriggja daga úthald en endaði í sex dögum. Þetta dróst aðeins en í topp félagsskap er ekki annað hægt enn að vera sáttur. Verkefnin eru víst ekki búin fyrr en þau eru búin. Ástþór Gíslason og Arnþór Þ. Árnason Snjóflóð á Austurlandi

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==