Súlur Áramótablaðið 2023-2024
13 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á www.heimavorn.is HVARSEMÞÚERT Öryggiskerfi SAMSTARFSAÐILI 15:04 100% Súlur komnar á Almannaheillaskrá Í október síðastliðnum var Súlur, björgunarsveitin á Akureyri skráð sem félag á Almannaheillaskrá. Núna er því hægt að styrkja sveitina og eiga á sama tíma rétt á skattaafslætti. Súlur koma upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skatt afslættinum til skila til þín. Samkvæmt nýjum lögum geta einstaklingar nú styrkt björgunarsveitina um allt að 350.000 krónur en að lágmarki 10.000 krónur á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum. Unnt er að millifæra upphæð að eigin vali inn á reikning hjá björgunarsveitinni, kennitala 640999-2689, reikningur 0565-26-8080. Súlur þakka allan stuðning gegnum tíðina og hér er komin áhugaverð leið til að styrkja sveitina og fá um leið umbun fyrir. Minningargjöf Í lok nóvember á þessu ári barst Súlum vegleg styrk- veiting í minningu fjögurra ungra MA stúdenta sem fórust í flugslysi á Öxnadalsheiði, skammt fyrir ofan Bakkasel, þann 29. mars 1958. Flugbjörgunarsveitin á Akureyri kom að leit og björgun þar sem 45 manns í þremur leitarflokkum lögðu upp frá Akureyri. Aðstandendur fjórmenninganna settu á stofn minningarsjóð til þess að reysa minnisvarða um þá á Öxnadalsheiði þar sem flugvélin fórst. Minnisvarðinn var afhjúpaður í sumar, en mun meira safnaðist í sjóðinn en þurfti og ákváðu því aðstandendur að láta afganginn renna til Súlna. Stjórn Súlna þakkar aðstandendum kærlega fyrir rausnarlega gjöf.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==