Súlur Áramótablaðið 2023-2024

15 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Það er lygilega mikil vinna sem fylgir svona utanumhaldi og að jafnaði eru þetta um 20-30 klst. á mánuði sem ég er að vinna í þessu, inni í því eru líka mikil samskipti til Banda- ríkjanna við skrifstofu WMAI, tölvupóstar og fjarfundir. Þessi vinna er svo alveg fyrir utan þann tíma sem fer í að kenna sjálf námskeiðin en við erum nokkur sem kennum þessi námskeið og reynum að skipta því nokkuð jafnt á milli okkar. Það má segja að mín vegferð á þann stað að vera fagstjóri yfir þessu sviði hafi byrjað árið 2009 þegar ég tók mitt fyrsta WFR námskeið (átta dagar), árið 2014 tók ég svo leiðbeinanda námskeið í fyrstu hjálp (átta dagar) og kenndi það lengi vel. Árið 2017 fór ég svo út til Bandaríkjanna og tók leiðbein- endanámskeið (fimm dagar, sjö daga ferð) hjá WMAI og hef kennt mjög mikið síðan. Öll þessi námskeið eru krafa til að gerast leiðbeinandi hjá WMAI ásamt því að þurfa að vera heilbrigðismenntaður og með töluverða reynslu af utanspítala- þjónustu en ég starfa sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Akureyrar. Í gegnum tíðina hefur maður lagt ýmislegt á sig til að mennta sig en það hefur verið vel þess virði og þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Axel Ernir Viðarsson Fagstjóri Wilderness sviðs Landsbjargar Í febrúar var Vettvangshjálp í óbyggðum, eitt af stærri námskeiðum Slysavarna- félagsins Landsbjargar haldið í húsnæði Súlna, Björgunarsveitarinnar á Akureyri. Þangað skelltu sér björgunarsveitarmenn frá ýmsum stöðum á landinu, þar á meðal nokkrir úr Súlum. Um er að ræða 76 klst. langt sérhæft námskeið sem ætlað er að búa nem- endur undir aðstæður sem geta skapast í óbyggðum hvað veikindi og slys varðar. Leiðbeinendur létu reyna á nemendur frá öllum hliðum. Meiðsli, veikindi, slys, ofnæmi og ofkæling er meðal annars hluti af því sem leiðbeinendur fóru yfir með okkur. Kennslan fólst í skriflegum og verklegum æfingum sem lauk með prófi á áttunda degi. Á námskeiðinu kenndu þau okkur með skriflegum og verklegum æfingum að bregðast við hinum ýmsu aðstæðum. Hvað á að horfa á, hverju er mikilvægt að fylgjast með hjá þeim veika/ slasaða og hver eru næstu skref? Ekki má gleyma að allir fengu tækifæri til að láta leikhæfileikana njóta sín til hins ítrasta og ættu að fá einhverskonar verðlaun fyrir. Við létum reyna á það hvernig við bregðumst við þegar langt er í næstu hjálp, að koma slösuðum frá A til B þegar við höfum bara það sem er í bakpokanum okkar og mögulega skíði og stafi. Hvernig er hægt að nýta það sem er í sjúkrapokanum okkar, tjaldið, svefn- pokann, bakpokann og spotta. Ótrúlegt hvað hægt er að töfra fram með ólíklegustu hlutum! Námskeiðið í heild sinni var ótrúlega skemmtilegt og áhugavert. Því er ekki síst að þakka leiðbeinendunum sem tókst að gera efnið áhugavert og skemmtilegt, enda öll með gríðarlega reynslu úr heilbrigðisgeiranum. Takk Axel, takk Sigrún og takk Höskuldur fyrir skemmtilega daga, æfingarnar og síðast en ekki síst reynslusögurnar. Sjáumst á endurmenntuninni. Róbert Már Þorvaldsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==