Súlur Áramótablaðið 2023-2024
16 Það var vaskur hópur nýliða sem lagði af stað í heilmikla för föstudaginn 24. mars síðast liðinn. Hópurinn safnaðist saman í bækistöð rétt fyrir kvöldmat og þar var byrjað á því að skipta í tvo hópa og farið yfir farangur og búnað. Tveir bílar lestaðir og brunað af stað út í óvissuna. Hópurinn sem ég var í fór út hjá Vaðlaheiðargöngum, Akureyrar megin, og hinn hópurinn ók í gegnum göngin og stökk út Vaglaskógs megin. Fyrsta verkefni var rötun. Við fengum GPS punkt sem við áttum að finna og stefnan tekin beint upp á Vaðlaheiði. Gekk það frekar hægt, þar sem mikill og djúpur snjór tafði för. Við uppgötvuðum þó fljótt að gáfulegt væri að nota snjóþrúgur sem við höfðum með í för og gekk ferðin þá aðeins hraðar. Við fundum loksins fyrsta punkt og héldum að við værum sloppin og tilbúin í næsta verkefni en svo var ekki, við fengum nýjan punkt og svo annan og annan þangað til um þremur tímum síðar þegar hóparnir náðu á sama hnit og gátu haldið leið áfram að náttstað. Veðrið var bara nokkuð gott, -15° og nokkuð stillt og gott skyggni. Um tvö leytið fundum við loks nátt- staðinn og hófumst strax handa við að tjalda. Þetta var kaldasta nótt sem ég hef upplifað, en þrátt fyrir kulda náði mannskapurinn smá svefni. Ræs kl. 7:00, morgunmatur og svo var hafist handa við að ganga frá og það sem var erfitt að klæða sig aftur í skóna sem voru gaddfreðnir. Svo var lagt af stað út í óvissu á snjóþrúgunum góðu, og þegar við höfðum gengið þónokkuð lengi þá barst útkall í snjóflóð. Mannskapurinn var mishress eftir nóttina og var því verkefnum skipt niður á hópinn. Þeir sem voru orkumeiri fengu það verkefni að hlaupa upp í hlíðina í hraðleit á meðan þeir sem þreyttari voru tóku til búnaðinn og sáu um fjarskiptin. Leitin gekk hratt fyrir sig og náðust allir heilir á húfi úr þessu snjóflóði. Nú var gleðin mikil, því nú vorum við komin inn í bíl og á leið til Akureyrar, og hélt mannskapurinn að það færi að sjá fyrir endanum á þessum degi, en heldur betur ekki. Annað útkall týnt barn í Kjarnaskógi og þurfti að nýta alla þá leitartækni sem okkur hefur verið kennd og fannst barnið heilt á húfi. Þá lá leiðin í fjallabjörgun, þar fórum við í kletta hjá Glerá og æfðum okkur í að setja upp sigkerfi og æfðum okkur í að síga niður klettana. Á þessum tímapunkti vorum við flest orðin vel þreytt, þá kom útkall. Vettvangur var H12, og þarna var komið að fyrstu hjálpar hluta NAM dagsins, bílslys með nokkrum minni háttar meiðslum og tveimur stórslösum einstaklingum. Þarna reyndi á kunnáttu á fjölmörgum sviðum, fyrstu hjálp, Súlur, björgunarsveitin á Akureyri NAM Dagurinn 2023
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==