Súlur Áramótablaðið 2023-2024
17 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Notuðum flugeldum þarf að koma í þar til gerða flugeldagáma sem verða staðsettir við Gámasvæðið í Réttarhvammi og eftirfarandi grenndarstöðvar: • Ráðhús Akureyrarbæjar • Bónus Langholti • Bónus Naustahverfi Ekki verður um skipulagða hreinsun að ræða hjá Akureyrarbæ. AKUREYRINGAR stjórnun á vettvangi, forgangsröðunar kerfið bráðaflokkun og einnig að halda utan um þá sjúklinga sem voru minna slasaðir en upplifðu þó áfallið við að lenda í bílslysi. Einnig reyndi þetta tiltekna verkefni sérstaklega á einbeitingarhæfileika mannskapsins þar sem raunverulegt útkall barst á sama tíma, og hliðra þurfti til æfingunni en einnig að sinna henni því NAM dagurinn gengur út á að sýna hvað þú kannt og getur. Því var mikilvægt var að missa ekki einbeitingu af því slysi sem þátttakendur NAM dagsins voru að sinna þrátt fyrir truflun og vilja frekar sinna hinu raun- verulega útkalli. Þá vorum við komin á endastöð og rýnifundur tekinn. Það sem við tökum með okkur eftir þetta er að hversu mikilvægt er að þekkja búnaðinn sinn og annan nauðsynlegan búnað sem við æfðum okkur í að nota í verkefnunum. Læra að meta hvað er nauðsynlegt að hafa í bakpokanum, passa að hafa hann ekki of þungan. Mikilvægt er að velja nestið vel, því það þarf að halda orkunni í lagi, og að sam- vinna er lykilatriði í svona verkefnum. Heimir Bjarni Ingimarsson og Erna Jónsdóttir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==