Súlur Áramótablaðið 2023-2024
18 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Feðginin Ingvar Már Gíslason og Ísabella Sól Ingvarsdóttir eru í nýliðum 1 og 2 þetta árið, þau settust niður og ræddu lífið í Súlum, Björgunarsveitinni á Akureyri og björgunarskólann, sem rekinn er af Slysavarnafélaginu Landsbjörg og heldur utan um námskeið sem haldin eru af björgunarsveitum. Ísabella: Jæja pabbi afhverju ákvaðst þú að byrja í björgunar- sveitinni? Ingvar: Eiginlega bara mikill áhugi á að læra meira um útivist og fjallamennsku. Ég hef þannig lagað, eins og held ég rosalega margir, fylgst með björgunarsveitunum á Íslandi og fundist ofsalega flott hvernig að öllu er staðið og starfsemin áhugaverð. Ég hef mikið verið í félagsstörfum í gegnum tíðina og ákvað bara að keyra á þetta. Ég fékk líka hvatningu frá Ása bróður [Félaga og stjórnarmanni í Súlum]. Svo fannst mér líka mikilvægt að þar sem ég hef áhuga á fjallamennsku, fjallaskíðum, utanvega- hlaupum og fjallgöngum væri mikilvægt að sækja einhverja þekkingu. Svo skemmir auðvitað ekki fyrir að með því að starfa í björgunarsveit er ég að láta gott af mér leiða til samfélagsins. En þú hvað varst þú að pæla? Ísabella: Eins og margir hef ég bara verið að fylgjast með björgunarsveitunum almennt. Sérstaklega í gegnum viðburði þar sem hún er sýnileg, eins og flugeldasalan um áramót og svo auðvitað alltaf í fréttum þegar það er óveður og svona. Svo þegar ég var að útskrifast úr MA og búin að ákveða að taka árs frí þá langaði mig bara í eitthvað skemmtilegt að gera á þessu ári til að brjóta upp dagana. Fór þá, eins og þú, að skoða nýliðaprógrammið sem mér leist vel á og hentaði vel við dagskrána mína svo ég skráði mig bara í nýliðaþjálfun. Ingvar: Og hvernig hefur þetta farið af stað? Hvað stendur uppúr? Ísabella: Mjög vel. Námskeiðin eru auðvitað mismunandi en öll mjög áhugaverð og alltaf einhver lærdómur úr hverju námskeiði. Við vorum nýlega á fyrstu hjálpar æfingu en ég missti af fyrstu hjálpar námskeiðinu sem var í haust, svo ég mætti með ekkert nema sjálfsvirðinguna að vopni en hún var skilin eftir að æfingunni lokinni. Þetta var rosalegt kvöld þar sem ég mætti og gerði mér enga grein fyrir að við værum að fara að æfa með alvöru leikurum og sviðsetningu. Þú meira að segja plataðir mig og sagðir mér ekki að þú værir einn af leikurunum. Það var nett sjokk að sjá þig meðvitundarlausan og slasaðan á vettvangi. En maður lærir helling af þessum æfingum og verður betri fyrir vikið. Þó maður sé nýliði þá er bara verið að hjálpa manni að geta tekist á við erfiðar aðstæður. Svo er fólkið sem er í nýliðahópnum og nýliðaforingjarnir svo æðislegir að sama þó maður sé alveg að farast úr stressi, þá er andinn í hópnum góður. Ingvar: Já ég mundi svo vel eftir þessari æfingu í fyrra og vildi einmitt að þú myndir fá að upplifa hana með svipuðum hætti. Við fengum sömu sviðsetninguna á slysi nema hvað ég var að hlúa að slösuðum manni sem var með tvö börn í bílnum. Þetta var mjög raunverulegt og þau léku þetta óaðfinnanlega. Þessi æfing er mjög eftirminnileg og ég lærði ekkert smá mikið en aðallega lærði ég hvað ég vissi lítið. Mér finnst einmitt að í Björgunarskólanum sé svo mikið af góðum verklegum námskeiðum í bland við það bóklega sem er alveg ótrúlega dýrmætt. Námskeið eins og leitartækni, fjarskipti, snjóflóð 1 og fleiri. Við tókum nokkrar mjög góðar æfingar í vetur, innanbæjar, Spjall við nýliða 1 & 2 Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Takk fyrir okkur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==