Súlur Áramótablaðið 2023-2024
19 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri FLUGELDAGLERAUGU HEYRNAHLÍFAR NOTUM ALLTAF FYRIR BÖRNIN í Vaðlaheiði og Hlíðarfjalli. Mér finnst í raun alveg magnað hvað starfið er öflugt í kringum Súlur og líka Björgunarskólann. Alltaf einhverjir sem eru til í að koma og kenna okkur sem eru að stíga sín fyrstu skref í starfinu. Við erum til dæmis búin að fara og prófa tækin sem bátaflokkur hefur, það var frekar skemmtilegt. Ingvar: En þurftuð þið ekki að taka þátt í fjáröflunum eins og við? Ísabella: Jú við tókum þátt í að selja Neyðarkallinn sem var alveg skemmtilegt og gekk bara mjög vel, við seldum svo marga neyðarkalla að við fengum frí síðasta daginn. Viðtökurnar voru líka ekkert smá góðar, næstum allir sem við mættum á laugardeginum höfðu keypt Neyðarkallinn, sem er frábært, en ég hafði mjög gaman að því hvernig fólk notaði þá eins og skilríki þegar við buðum góðann dag. Ég veit að fólk vildi bara sýna að það væri búið að styrkja björgunarsveitina, en stundum lét fólk eins og þeim yrði ekki hleypt inn í búð nema að vera með Neyðarkallinn. Ég og vinkona mín í nýliðunum gerðum myndband á TikTok um það sem varð mjög vinsælt svo fólk tengir greinilega við það. Ísabella: Nú ert þú í nýliðum 2 og búinn með fyrsta árið í nýliðastarfinu, svokallaðan Björgunarmann 1 hjá Björgunar- skólanum. Þú fórst í þitt fyrsta útkall fyrir nokkru síðan. Hvernig fannst þér nýliðastarfið undirbúa þig fyrir það? Ingvar: Ég held að maður geti aldrei verið fullkomlega undirbúinn og hver aðgerð, æfing eða björgun er lærdómur útaf fyrir sig. Mér leið eins og ég væri ágætlega undirbúinn en ég treysti eðlilega á reyndari björgunarsveitarmenn. Það er líka svo frábært að fólkið hefur tekið manni svo vel og það eru allir tilbúnir að aðstoða mann. Mér fannst merkilegast að sjá hvernig allt virkaði og hversu smurt allt gekk. Ekki bara á meðan aðgerðum stóð heldur líka eftirfylgnin næstu daga á eftir. Ingvar: En þú hefur ekkert bilaðslega áhuga á bílum og einhverjum svona tækjabúnaði, þarf maður að vera eitthvað tækjafrík til þess að vera í björgunarsveit? Ísabella : Sko ég hvet alla til þess að prófa eitthvað nýtt. En nei ég gæti ekki sagt þér hvar púströrið væri á bílnum okkar þó líf mitt lægi við, en kannski er það af því við eigum rafmagnsbíl. Allavegana þá er eitthvað við allra hæfi þarna, það eru allskonar hópar innan björgunarsveitanna. Hjá Súlum er t.d. bílaflokkur, bátaflokkur, leitarflokkur, bækistöðvaflokkur? Veit ekki alveg hvað þetta heitir allt saman, en þú getur allavega verið með þó þú sért ekki með einhverja sérhæfða hæfileika eða áhuga. Það sem björgunarsveitin hefur er mannskapurinn, sem getur oft skipt sköpum. Ingvar: Eitthvað að lokum Ísabella? Ísabella: Já ég vil segja að nýliðastarfið og námskeiðin hafa kennt mér ýmislegt sem mér hefði aldrei dottið í hug að læra sjálf, vissi ekki einusinni að áttavitar væru ennþá notaðir en nú kann ég (svona næstum) að reikna stefnu, misvísun og allskonar sem ég hafði aldrei heyrt um fyrr. Þetta er líka frábær félagsskapur sem kom mér á óvart. Ekki að ég hélt að björgunarsveitafólk væri allt svaka leiðinlegt en datt bara ekki í hug að það væri svona mikið af viðburðum og ferðum sem væru í boði innan björgunarsveitarinnar. Margt sem við höfum verið að gera hefur ýtt mér út fyrir þægindarammann og verið krefjandi en maður kemur heim sterkari og reynslumeiri fyrir vikið. Mæli hiklaust með að prófa nýliðastarf í björgunarsveit ef það er áhugi til staðar og ef þú ert ennþá að lesa þessa grein þá er greinilega áhugi og ekkert að gera nema drífa sig af stað.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==