Súlur Áramótablaðið 2023-2024

24 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Leitarhundar Innan Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri starfa tvö hundateymi, Hjördís og Urmull, og Andrés og Húgó. Má þess til gamans geta að Húgó er sonur Urmuls. Bæði teymin taka þátt í víða- vangsleit og snjóflóðaleit, og æfa og taka próf hjá Leitarhundum Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Urmull og Hjördís með A-próf í snjóflóðaleit og B-próf í víðavangsleit, og eru þau því á útkallsskrá bæði í snjóflóða- og víða- vangsleit. Húgó og Andrés eru með C-próf í snjóflóðaleit og víðavangsleit og því enn þá í þjálfun. Til útskýringa fyrir þá sem ekki þekkja til þá eru þrjú próf í hvorri leit um sig, A, B og C-próf þar sem yngri og óreyndari teymi byrja á C-prófi, taka síðan B-próf og að lokum A-próf. Þarf síðan að taka A endurmat annað hvert ár. Teymin fara á útkallsskrá þegar þau hafa lokið B-prófi, og er það teymið, hundurinn og maðurinn, sem fara á útkallsskrá, ef annar myndi taka við hundinum þyrftu þeir að byrja á C-prófi. Þjálfun hundanna er tímafrek og krefst leiðbeiningar og er því reynt að halda æfingar innan landshluta auk þess sem teknar eru æfingar helgar með leiðbeinendum fyrir öll teymi á landinu. Hér fyrir norðan er sterkur hópur og höfum við verið það heppin að geta æft saman allt að átta teymi í senn. Síðan eru haldnar úttektir, ein snjóflóðaúttekt og oftast tvær víðavangsúttektir, þar sem leiðbeinendur meta hundateymin og þau gangast undir próf til að sjá hvort þau teljist hæf sem leitarhundteymi. Á þessu ári var snjóflóðaúttektin haldin á Norður- landi 16. - 19. mars á Hólasandi og víða- vangsúttektin á Norðurlandi 20. - 22. október í Aðaldal. Fyrir hönd leitarflokks, Hjördís Guðmundsdóttir Ljósmyndir: Davíð Þór Friðjónsson Andrés og Húgó Húgó markerar Andrés og lætur þannig vita af fundi Hjördís og Urmull

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==