Súlur Áramótablaðið 2023-2024
28 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Hálendisvakt 2023 Líkt og fyrri ár tóku Súlur að sér að manna eina viku í Hálendisvaktinni. Þetta árið fengum við úthlutað svæðið norðan Vatnajökuls, með aðsetur í Herðubreiðarlindum. Undanfarin ár hafa hópar gist í Dreka en í ár tók Landsbjörg Ferðafélagsskálann í Herðubreiðarlindum að leigu fyrir hópana. Aðstaðan var mjög góð og fór einstaklega vel um okkur. Lagt var af stað snemma morguns sunnudaginn 16. júlí. Hópurinn samanstóð af tólf manns á þremur bílum og einum buggy bíl. Á leiðinni var stoppað á Daddi‘s pizza í Mývatnssveit í pizzu veislu sem sveik engan. Dagarnir hófust yfirleitt á ferð upp í Dreka þar sem við hittum landverðina og fórum yfir daginn með þeim, til dæmis hvort það væru einhver fyrirliggjandi verkefni. Meðal verkefna sem við sinntum á vaktinni var að fara með 70 lítra af vatni í Kistufell, aðstoða mótorhjólamann sem hafði fallið af hjólinu, konu ekið í Möðrudal eftir að hún féll og rifbeinsbrotnaði nokkrum dögum áður og farið í Dyngju- fjallaskála að kanna vatnsbirgðir. Þess á milli nutum við þess að ferðast um svæðið og kynnast landinu okkar. Meðal annars gekk hluti af hópnum upp á Herðubreið, við skoðuðum ættartalið við Jökulsá og gengum frá Dreka í Nautagil. Svo má ekki gleyma nánast daglegu vöfflukaffi hjá Ferðafélagskonum í Dreka, það sveik engan! Landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs buðu upp á fræðslugöngur á hverjum degi og nýttum við tækifærið og fórum í þær. Við búum svo vel að þrír landverðir sem voru á vaktinni þessa viku á svæðinu eru félagar í Súlum. Það var því enn persónu- legra að fara í fræðslugöngur með okkar fólki. Við mælum svo sannarlega með að þeir sem eru á ferðinni á þessu svæði nýti sér fræðslugöngurnar. Hópurinn fékk yndislegt veður á vaktinni og mun minna af flugu en búið var að lofa okkur. Vaktaskipti fóru fram um miðja viku en þá fór hluti af hópnum heim og komu aðrir til okkar í þeirra stað. Þrátt fyrir að lítið hafi verið af verk- efnum á vaktinni var vikan stórskemmti- leg í alla staði. Þetta var flottur og samheldinn hópur sem fór saman á Hálendisvaktina í ár og samveran þjappaði hópinn enn betur saman. Við bíðum spennt eftir því að komast til fjalla næsta sumar og að takast á við ný ævintýri. Fyrir hönd hópsins, Elva Dögg Pálsdóttir, hópstjóri. djireykjavik.is Lækjargata 2a, 101, Reykjavik DJI drónar og myndavélar Viðurkennd DJI verslun C M Y CM MY CY CMY K hjálparsveitarbla renningur.pdf 1 11.12.2023 13:42
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==