Súlur Áramótablaðið 2023-2024

30 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri FLUGELDAMARKAÐUR HJALTEYRARGÖTU 12 Fjölskyldudagur Ákveðið var að fjölskyldudagurinn okkar yrði uppi í Víkurskarði að þessu sinni. Farið var með flest öll tæki sveitarinnar svo sem bíla, buggybíla, snjósleða og snjóbíl. Félagar tóku með sér sleða, þotur, skíði og bretti fyrir fjölskylduna. Veðrið var gott um morguninn kalt og logn en upp úr hádegi fór svo að blása. Kári var okkur þó hliðhollur því við náðum að grilla og leika okkur um morguninn, mæting var góð og nutu margir sín að renna sér í brekkunum og fá sér snjóbílatúr eða sitja aftan á sleða, áður en haldið var heim í sólskinsskapi. Norðlenska styrkti okkur með góðmeti á grillið sem bragðaðist vel, takk fyrir góðan dag. Halldór Halldórsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==