Súlur Áramótablaðið 2023-2024

32 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Björgunarleikar Dagana 11. - 13. maí fór fram landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Akureyri. Hefðbundin landsþingsstörf eiga mis vel við almenna félaga í björg- unarsveitum sem njóta sín oftar en ekki best undir berum himni í góðu brasi. Því hefur skapast sú skemmtilega hefð að halda svokallaða björgunarleika samhliða landsþingi en þar etja lið björgunarsveita kappi í ýmsum þrautum sem tengjast (mis mikið) þeim viðfangsefnum sem björgunarsveitir fást við í sínum störfum úti á feltinu. Hefðin er að björgunarsveitir á því svæði sem landsþingið er haldið, skipuleggi og sjái um björgunarleikana og á því var engin undantekning í ár. Undirbúningsnefnd tók til starfa í mars og átti undirritaður sæti þar fyrir hönd Súlna ásamt fulltrúum frá Dalbjörgu í Eyjafjarðarsveit, Tý á Sval- barðseyri, Björgunarsveitinni Dalvík og Strákum á Siglufirði. Eftir þónokkra fundi, miklar pælingar, ótal símtöl, innkaup og aðrar reddingar sem fylgja því að undirbúa keppni fyrir um 100 manns rann upp keppnisdagur. Reyndar höfðu einhver lið „þegar hafið keppni“ en rík hefð er fyrir því að lið reyni að hafa áhrif á framgöngu sína í keppninni með mútum til keppnisstjórar og voru nokkur lið, einkum á heimavelli, sem nýttu vikuna í aðdraganda keppn- innar í að reyna að heilla keppnisstjórn með ýmsum gjöfum og greiðum. Alltént hófst svo keppnin formlega að morgni þess 12. og mættu 15 lið til leiks. Keppnin fór fram með þeim hætti að átta verkefna stöðvar voru á víð um Akureyri og næsta nágrenni þar sem liðin fóru á milli stöðva og fengu hálftíma á hverri stöð til þess að leysa verkefni og fengu svo stig út frá tíma, faglegri úrlausn, samvinnu hópsins og hversu vel öryggis var gætt við að leysa verkefnið. Í húsnæði Súlna við Hjalteyrargötu var stöð þar sem búið var að merkja leið í klifurvegg þar sem allir liðsmenn þurftu að komast upp á topp. Við aðstöðu Siglingaklúbbsins Nökkva var vélarvana bátur við bryggju sem liðin þurftu að koma fyrir hand- og fótafli út fyrir bauju og aftur að bryggju og hlaupa svona hring í svokölluðum björgunargöllum sem eru hannaðir sem neyðarbúnaður á sjó. Á kvartmílubraut Bílaklúbbs Akureyrar var búið að stilla upp þrautabraut með keilum sem liðin þurftu að leysa á sínum eigin bílum, sem hefur án efa verið mis auðvelt eftir hversu stórir og breyttir bílar liðanna voru. Slökkvilið Akureyrar aðstoðaði með stöð þar sem liðin þurftu að reykkafa, það er að fara inn í reykfyllta byggingu og finna þar æfingardúkkur og koma þeim út. Á gömlu brúnni yfir Glerá þurftu liðin að að síga liðsmanni fram af sem þurfti að fara alveg niður að vatnsyfirborði, fylla þar flösku með gati að neðan og koma henni og sigmanninum upp með sem mestu vatni í flöskunni. Í skógarreitnum neðan við Ak-inn þurftu liðin að fara í orðaleit, þar sem búið var að dreifa miðum með bókstöfum um svæðið. Liðin þurftu svo að finna alla stafina og ráða svo fram úr lausnarorði. Á planinu við Íþróttahöllina var búið að sviðsetja hlaupahjólaslys í samvinnu við

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==