Súlur Áramótablaðið 2023-2024

33 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Skipagötu 16  600 Akureyri  Sími 464 9955  www.byggd.is Hopp, og þurftu liðin að sinna fyrstu viðbrögðum á slysstað. Í húsnæði Súlna var svo keppnisstjórn með stöð í nafni gegnsærrar spillingar, þar sem öllum liðum gafst kostur á að reyna að heilla keppnisstjórn og reyna að hafa áhrif á framgöngu sína í keppninni. Undirritaður hefur ekki séð svona mikið magn af nammi síðan hann fór síðast að syngja fyrir nammi á öskudag, en sökum aldurskomplexa verður ekki farið nánar út í hvenær það var. Liðin voru svo með lista af auka- verkefnum til þess að leysa í dauða tímanum á milli stöðva en til að fá stig fyrir aukaverkefnin þurfti að setja mynd af úrlausn verkefnisins inn á Instagram undir #Bleikar23. Aukaverkefnin voru fjölbreytt og miðuðu annars vegar að því að gefa keppendum innsýn inn líf Akureyringa til dæmis með því að fara í lúgu og fá sér gelgjufæði og kók í bauk, fara í hókí pókí á torginu eða í kapphlaup upp kirkjutröppurnar og hins vegar, að sjálfsögðu að sýnileika slysavarna og björgunarstarfa til dæmis með því að aðstoða ókunnuga yfir götu, æfa móttöku þyrlu eða fara yfir öryggis atriði með hjólandi vegfarendum. Deginum lauk svo með einni lokaþraut þar sem öll liðin mættu samtímis á gamla tjaldsvæðið við Þórunnarstræti og öttu kappi í skotbolta. Nokkuð sem keppnisstjórn var búin að undirbúa sig vel undir að gæti tekið langan tíma en liðin gengu hreint til verks og eftir rúmar sex mínútur stóð einn leikmaður uppi sem sigurvegari. Niðurstöður keppninnar voru svo kynntar á árshátíð Slysavarnafélagsins Landsbjargar í íþróttahöllinni um kvöldið og fóru leikar þannig að búningaverðlaun hlaut liðið Hálendisvaktin, glæsileg sveit frá Björgunarfélagi Árborgar sem mætti til leiks í skotapilsum með glymjandi sekkjapíputónlist (í hátalara að vísu). Þriðja sæti leikanna hreppti liðið Made in Sveitin, frá Dalbjörgu í Eyjafjarðarsveit, liðið stóð svo sannarlega undir nafni og mætti með glænýjan brodd í flösku til að múta keppnisstjórninni. Í öðru sæti lentu fulltrúar Súlna, liðið Leó í fyrsta sinn. Nafn sem reyndar er hægt að endurvinna en það er efni í aðra grein. Sigurvegarar leikanna voru svo galvösk sveit kvenna frá Björgunarfélagi Akraness, Frú Sigríður. Það var ekki annað að sjá og heyra en að flestir gengju nokkuð sáttir frá keppni, ánægðir með daginn, þrátt fyrir að aðeins geti verið einn sigurvegari. Til að svona verkefni gangi upp þarf fleiri hendur en nokkurn tíman er hægt að telja upp án þess að gleyma einhverjum en öllum sem lögðu hönd á plóg eru hér með færðar kærar þakkir fyrir samstarfið og sitt framlag. Svo er bara að fara að æfa fyrir björgunarleika 2025! Fyrir hönd keppnisstjórnar Jón Helgi Elínar Kjartansson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==