Súlur Áramótablaðið 2023-2024

34 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Í vor hittist hópur félaga í Súlum og ræddu möguleikann á að endurvekja undanfarahóp sveitarinnar. Undanfarar eru hópar innan björgunarsveita sem sérhæfa sig í leit og björgun við erfiðar aðstæður, s.s. fjallabjörgun, sprungubjörgun og leit í fjalllendi. Hópurinn hefur æft hálfsmánaðarlega í ýmsum fjallamennsku og fjallabjörgunar verkefnum. Hópurinn þarf sem heild að uppfylla ákveðnar kröfur um þekkingu á fjallamennsku, fjallabjörgun, snjóflóðum, fyrstu hjálp, leitartækni, straumvatns­ björgun og rústabjörgun. Undanfarahópurinn hefur ekki verið virkur í nokkur ár en síðustu tvö ár hafa nokkrir nýir gengið inn í sveitina, sem hafa áhuga á þessu verkefni, bæði upp úr nýliða hópum og einnig úr öðrum sveitum. Tumi Snær Sigurðsson Undanfarar KÓSÍHEIT GLEÐI YFIR HÁTÍÐINA & BESTU ÓSKIR UM

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==