Súlur Áramótablaðið 2023-2024

36 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Rigging for rescue Í lok ágúst fóru þrír félagar frá Súlum á námskeiðið Rigging for rescue í Reykjavík. Á námskeiðinu er lögð áhersla á björgun í bröttu fjalllendi og klettum. Leiðbeinandinn á námskeiðinu var Mike Gibbs eigandi Rigging for rescue. Námskeiðið fór þannig fram að byrjað var á bóklega hlutanum inni á morgnana og var svo farið niður í vélasal og björgunar- kerfin sett upp á gólfinu þar. Eftir hádegi fórum við út og æfðum björgun í fjalllendi við mismunandi aðstæður. Fyrsta daginn fórum við yfir grunnatriðin í fjallabjörgun og fólst útiæfingin í því að síga björgunar- manni niður klett. Á degi tvö var byggt ofan á æfingu frá deginum áður og var björgunarmanni sigið niður í miðjan klett þar sem hann sótti einstakling sem var „fastur“ í eigin sigkerfi og fór björgunin þannig fram að björgunarmaðurinn festi sigmanninn í sitt kerfi og þeim síðan lyft af línumönnunum upp á brúninni um u.þ.b. meter og var þá hægt að losa sigkerfi hins fasta og þeim síðan sigið saman niður. Á þriðja degi var æfð svokölluð brattbrekkubjörgun en þar æfðum við bæði að síga niður og hífa aftur sjúkling og björgunarmenn upp aftur. Þar notuðumst við einnig við þrífót en það er verkfæri sem við nýtum okkur til þess að auðvelda okkur að fara yfir brúnina og minnka viðnámið á línunum við jörðina. Fjórða daginn æfðum við sig og hífingar í lóðréttum klettum og voru tvær útfærslur af fjallabjörgun æfðar, annars vegar var notaður þrífótur og börurnar hafðar láréttar og hins vegar var enginn þrífótur notaður en þar voru börurnar lóðréttar og er það gert til þess að auðveldara sé að fara með þær yfir brúnina þar sem enginn þrífótur er til staðar. Á fimmta degi var stefnan tekin upp í Akrafjall þar sem við strengdum línubrú yfir gil og ferjuðum björgunarmenn yfir. Einnig prófuðum við aðra útfærslu þar sem að krana var bætt við kerfið sem að gerði okkur kleift að síga björgunarmanni niður yfir miðju gilinu. Tumi Snær Sigurðsson FLUGELDAMARKAÐUR HJALTEYRARGÖTU 12

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==