Súlur Áramótablaðið 2023-2024
38 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Jarðhræringar í Grindavík Það hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum manni að Reykjanesið hefur skolfið undanfarnar vikur og jarðvísinda- menn keppst við að setja fram sviðs- myndir um mögulegt eldgos í nágrenni Grindavíkur, jafnvel inni í bænum sjálfum. Bærinn var settur á neyðarstig almannavarna og rýmdur í kjölfarið. Þessu hefur fylgt mikið álag á viðbragðs- aðila á svæðinu og höfum við fylgst með í fjarska á meðan félagar okkar í björgunarsveitum á suðvestur horni landsins hafa unnið dag og nótt að því að aðstoða Grindvíkinga með öllum ráðum og dáðum, ekki síst félagar í björgunar- sveitinni Þorbirni frá Grindavík. Þann 20. nóvember, tíu dögum eftir að rýming á bænum fór fram, kom svo loks kallið og óskað var eftir aðstoð björgunarsveita af öllu landinu til að taka við keflinu og gefa sveitunum á suð- vesturhorninu hvíld. Súlur létu að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og stjórn sveitarinnar fór strax að huga að því að skipuleggja ferðir suður og auglýsa eftir mannskap til að manna vaktir en lagt var upp með að hver hópur tæki a.m.k. þrjár vaktir. Fyrsti hópur lagði af stað föstudags- kvöldið 24. nóvember, níu manns á þremur bílum með allan nauðsynlegan búnað til þess að tryggja eigið öryggi á jarðskjálfta- og mögulega eldgosa svæði. Eftir góðan nætursvefn í frábærri aðstöðu á Ásbrú, mætti hópurinn klár á vaktina í vettvangstjórn, sem er til húsa í björgunarsveitarhúsi Þorbjarnar í Grindavík. Aðstæður og yfirvofandi hætta hefur tekið miklum breytingum frá því bærinn var rýmdur, svigrúm fyrir íbúa til til þess að vera inni í bænum hefur aukist og verkefni viðbragðsaðila breyst eftir því. Í þessari fyrstu lotu okkar Súlufólks var skipulagið þannig að íbúum var hleypt inn í bæinn kl. 9:00 á morgnanna og bærinn tæmdur kl. 16:00 á daginn. Bænum var skipt upp í hverfi eftir litum, skipulag sem var búið til við undirbúning rýmingaráætlunar, en nýttist vel til að skipuleggja verkefni björgunarsveitar hópa. Hópur eða hópar fengu hverfi úthlutað að morgni og var þeirra helsta verkefni að vera á ferðinni um hverfið fylgjast með og vera til taks. Til að mynda til aðstoða íbúa ef á þurfti að halda, láta vita af áður óþekktum skemmdum á mannvirkjum og jafnvel setja upp aðvaranir eða lokanir og svo að aðstoða við tæmingu á bænum að kvöldi þar sem hver gata var keyrð og gengið úr skugga um að þaðan væru allir farnir. Þeir hópar sem ekki voru inni í hverfunum voru ýmist í því að manna lokunarpósta eða sinna öðrum tilfallandi verkefnum, sem voru þá oftar en ekki að kanna nýjar skemmdir sem ekki voru inni í íbúðarhverfum. Til viðbótar við þessa hópa voru svo að störfum hópar sérhæfðra rústa og fjallabjörgunarmanna sem voru til taks ef þurfti að vinna nærri sprungum eða fara inn í hús sem vitað að væru ótrygg. Alls voru þetta ca. 10-15 hópar björgunar- sveitafólks, aðeins mismunandi eftir dögum en einnig var alltaf til taks sjúkra- bíll og slökkviliðsfólk með viðeigandi tæki og búnað auk lögreglufólks. Það var ansi sorglegt að verða vitni að því að oftar en einu sinni í viðveru okkar þurfti lögregla að hafa afskipti af fólki sem fór í gegnum lokunarpósta sem ekki gat sýnt fram á búsetu í Grindavík eða erindi sitt þangað og þurfti að vísa út af svæðinu. Að öðru leiti gekk verkefnið mjög vel og lítið sem okkar fólk þurfti raunverulega að aðhafast annað en bara það að vera til staðar en engu að síður fékk maður það á tilfinninguna að vera okkar hafi skipt máli og við höfum gert gagn, þó ekki hafi verið nema bara að gefa félögum okkar í Grindavík og nágrenni smá andrými frá samfelldri viðveru á svæðinu. Okkar hópur var við störf í þrjá daga en þá tók næsti Súluhópur við keflinu. Alls fóru þrír hópar frá Súlum til Grinda- víkur, og voru fleiri búnir að gefa kost á sér en verkefnið og aðstæður er stöðugt að taka breytingum og þegar þetta er ritað hefur dregið verulega úr þörf á viðbragði innan bæjarins og atvinnu- starfsemi komin í gang á ný í bænum. Ég vona svo sannarlega að það verði áframhald á, það versta sé yfirstaðið og Grindvíkingar geti farið að vinna að því fullum fetum að gera við, byggja upp og huga að heimferð. Það er að minnsta kosti morgunljóst eftir þessa ferð og þau samtöl sem við áttum við heimamenn að Grindvíkingar gefast ekki upp! Jón Helgi Elínar Kjartansson
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==