Súlur Áramótablaðið 2023-2024
4 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Ágætu Akureyringar og nærsveitamenn. Nú eru áramótin að nálgast, þá er vert fyrir okkur í Súlum að minna á flugeldasölu okkar og eins að þakka fyrir stuðninginn á liðnum árum. Flugeldasala er enn okkar langstærsta fjáröflun og hefur gert okkur kleift að byggja upp öfluga björgunarsveit og viðhalda. Í ár tók stjórn Súlna þá ákvörðun að sveitin yrði skráð sem félag á Almannaheillaskrá, sem þýðir að nú getur almenningur sem styrkir okkur beint (ath. á ekki við um kaup á Neyðarkalli eða flugeldum) fengið hluta af styrknum endurgreiddan í formi skattaafsláttar. Verkefni sveitarinnar hafa verið af ýmsum toga eins og venjulega og fjöldi útkalla svipaður og undanfarin ár. Aðstoð vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga eru þó ofarlega í huga. Súlur brugðust við ákalli, er heimamenn og sveitir af höfuðborgar- svæðinu þörfnuðust hvíldar, vorum við með þrjá bíla og áhafnir í níu daga samfellt um mánaðamótin nóvember - desember. Stjórn fór fram á það við flokka sveitarinnar að fara í þarfagreiningu í upphafi árs. Ljóst er að farið er að þrengja að okkur á ýmsan hátt í núverandi húsnæði. Í framhaldi var skipuð bygginganefnd, en hlutverk hennar var að koma með hugmyndir að nýju húsnæði (vélageymslu) á lóð okkar. Það er ljóst að með auknum tækjabúnaði okkar, og eins nýjum bíl svæðisstjórnar (Almannavarnir Eyjafjarðar), gæti sá draumur loks orðið að veruleika að geta hýst öll okkar tæki, sem við höfum ekki getað gert fram að þessu. Vonumst við til að geta kynnt félögum tillögurnar á komandi dögum og verði hún samþykkt, byrjað húsbyggingu á nýju ári. Starfið hjá okkur í ár hefur verið gott. Fjöldi æfinga og félagar verið duglegir að sækja námskeið á vegum Súlna eða Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Við ákváðum að fjölga skápum fyrir persónulegan búnað félaga og eru nú rúmlega 80 félagar með skápa og geta brugðist fljótt við. Það ber merki um öflugt starf innan Súlna. Ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar. Halldór Halldórsson Formannspistill Okkar bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár SKOÐIÐ ÚRVALIÐ SULUR.IS
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==