Súlur Áramótablaðið 2023-2024

6 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Útköll 1. des 2022 - 30. nóv 2023 Súlur Desember 2022 17 Fjarvinnsla aðgerðastjórnar, aðstoð við svæðisstjórn á svæði 2 vegna vonsku veðurs og ófærðar á Reykjanesi. 19 Fjarvinnsla aðgerðastjórnar, aðstoð við svæðisstjórn á svæði 2 vegna vonsku veðurs og ófærðar á Reykjanesi. 20 Fjarvinnsla aðgerðastjórnar, aðstoð við svæðisstjórn á svæði 2 vegna vonsku veðurs og ófærðar á Reykjanesi. 22 F2 Hættustig Akureyrarflugvöllur. Flugvél að koma inn til lendingar sem missti mótor. Vélin lenti heilu og höldnu á flugvellinum stuttu eftir útkallsboð. 28 Aðgerðastjórn virkjuð vegna áreksturs rútu og jeppa í Öxnadal. Alls voru 32 einstaklingar sem lentu í árekstrinum en fljótlega kom í ljós að enginn var talinn slasaður. Ræst var út á hópslysaáætlun grænum. Janúar 20 Stólalyftubjörgun í Hlíðarfjalli. Vír í Fjarkanum fór út af spori og sátu 21 manns fastir í lyftunni. Nánar fjallað um þetta útkall í blaðinu. 29 Leit að manni á Grenivík. Hann fannst heill á húfi. Febrúar 03 F3 Grjótskriða 2 km frá Siglufirði. Svæðisstjórn á Akureyri virkjuð til að halda utan um verkefni. 24 F1 Sleðaslys á Kaldbaki. Mars 02 F2 Leit að týndum dreng á Akureyri. Hann fannst heill á húfi. 10 Aðgerðastjórn virkjuð vegna áreksturs rútu og mjólkurbíls. Engin slys á farþegum. 16 Svæðisstjórn virkjuð vegna eftirgrennslan af tveimur aðilum í Ólafsfjarðarmúla. 18 F2 Snjóflóð í Brimnesdal, Ólafsfirði. Snjóflóð fellur við Kistufjall þar sem sjö manna hópur er á skíðum. Óskað var eftir vélsleðum og göngufólki þar sem tveir einstaklingar voru slasaðir. 25 F1 Vélsleðaslys við Gimbrahnjúk. Tilkynnt um karlmann sem er viðbeinsbrotinn eftir að hafa prjónað sleðanum yfir sig. 27 Snjóflóð á Neskaupsstað og rýmingar á Eskifirði og Seyðisfirði. Óskað var eftir leitarhópum, snjóbíl og aðgerðastjórnendum austur til að vera til taks. Alls fóru 22 félagar úr Súlum austur á Vopnafjörð til móts við varðskip. Seinna sama kvöld var 20 manns snúið heim aftur en tveir félagar og snjóbíll héldu áfram vinnu næstu fimm daga. Nánar fjallað um það í blaðinu. Apríl 22 F1 Brjóstverkur í Flateyjardal. Tilkynnt um karlmann í sleðaferð í Flateyjardal sem fann fyrir miklum brjóstverk. Alls fóru 15 manns á bílum og snjósleðum á vettvang. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom og flutti manninn af vettvangi. 29 F1 Kayakræðari í sjónum. Tilkynnt um kayakræðara sem féll útbyrðis í sjóinn austan Hríseyjar. Alls komu 41 björgunarmaður að aðgerðinni frá þremur björgunarsveitum. Maðurinn komst heill á húfi um borð í bát og var fluttur í land. Maí 15 F2 Hættustig Akureyrarflugvöllur. Tilkynnt um Twin otter á leið til lendingar með dautt á öðrum hreyflinum, 8 manns um borð. Vélin lenti heilu og höldnu skömmu eftir útkallsboð.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==