Súlur Áramótablaðið 2023-2024
8 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Júní 02 F2 mannlaus kayak á Ólafsfjarðarvatni. Eftir mikla eftirgrennslan kom í ljós að enginn hefði verið um borð í kayaknum þegar hann rak út á vatnið. 12 F3 Maður í sjónum á pollinum. Tilkynnt um mann sem baðaði út höndunum eins og hann þyrfti á hjálp að halda. Í ljós kom að um var að ræða einstakling á paddle board sem ekkert amaði að. 21 F2 bílslys utan Akureyrar. Bíll fór fram af vegi niður í fjöru. Sjúkrabíll festist á veginum við björgun og þurfti aðstoð björgunarsveita til þess að komast aftur upp á þjóðveg. 23 F2 slasaður einstaklingur í Kjarnaskógi. Tilkynnt um reiðhjólaslys í Kjarnaskógi. Björgunar- sveitarmenn aðstoðuðu sjúkraflutninga- menn við að ná í slasaðan einstakling. Júlí 21 F2 leit á sjó. Tilkynnt um bát sem kominn var klukkutíma fram yfir tilkynningarskyldu og svaraði ekki kalli vaktstöðvar. Bátur fannst í höfn heill á húfi. Ágúst 07 F3 bátaútkall á Pollinum. Land- helgisgæslan kallaði upp bát Súlna í miðri gæslu vegna flugelda sýningar og tilkynnti um bát á Pollinum sem datt út af sjálfvirkri tilkynningar- skyldu. Bátur Súlna og rescue runner fundu bátinn sem hafði misst út rafmagn og var á leið í land. 07 F2 leit að manni í Fljótum. Óskað var eftir mannskap til að aðstoða við leit að manni sem stakk sér til sunds við Ketilás í Fljótum. Afturköllun kom áður en mannskapur fór úr húsi. 16 F2 svæðisstjórn virkjuð til aðstoðar vegna gönguhóps í vanda í Hvanndölum. 17 F3 fjallabjörgun í Hjaltadal. Óskað var eftir aðstoð frá Súlum vegna fjallabjörgunarverkefnis við Byrðujökul. Göngumaður með bakverk og treysti sér ekki til að ganga lengra. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang og flutti hann til byggða. 20 F2 leit að karlmanni í kringum Akureyri. September 02 F1 Fall í Djúpadal. Tilkynnt um gangnamann sem fellur í Djúpadal. 08 Aðgerðastjórn virkjuð vegna rútuslyss í Húnavatnssýslu með 26 þolendum. Vinna hennar snéri að komu þolenda á SAk og móttöku aðstandenda. Október Engin verkefni skráð. Nóvember 24 Fyrsti hópur af þremur fór til Grindavíkur til aðstoðar vegna jarðhræringa. Síðasti hópur kom heim 3. desember.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==