Súlur Áramótablaðið 2024-2025

Súlur, björgunarsveitin á Akureyri 10 Framlag félaga Undanfarin ár höfum við farið stuttlega yfir framlag félaga í starfi sveitarinnar. Frá 2018 höfum við notað gagnagrunn til að halda utan um starfið og getum því borið saman starfsemina á milli ára og séð hvort um útköll, viðburði eða æfingar sé að ræða. Það sem af er ári eru skráð 25 útköll á sveitina, þar af 5 útköll út fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Samanlagður tími þessara útkalla er um 106 tímar. Haldnar hafa verið 98 æfingar sem er svipað og á síðasta ári. Alls fóru um 1.340 tímar í þessar æfingar sem er hátt í tvöfalt á við það sem var á síðasta ári. Aðrir viðburðir (fundir, vinnukvöld, námskeið, fjáraflanir og fleira) eru 367 það sem af er ári með 1.906 tíma. Þegar þetta er skrifað í byrjun desember hafa félagar skilað 23.138 klukkustundum í starfi sveitarinnar. Þess ber að geta að vinna vegna flugeldasölu er ekki inni í þessari tölu og má gera ráð fyrir 4-5 þúsund tímum til viðbótar í desember. Það má því gera ráð fyrir að heildar framlag félagi í starfinu verði um 27-28 þúsund tímar í lok árs. Heildar framlag félaga er þó í raun nokkuð meira en kemur fram í þessari samantekt því alltaf fer einhver vinna fram sem er ekki skráð, hvort sem það er stutt stopp í húsi til að ganga frá dóti, símtöl um starfið eða annað smávægilegt sem þó safnast fljótt upp í nokkra klukkutíma hjá hverjum og einum. FLUGELDAMARKAÐUR HJALTEYRARGÖTU 12

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==