Súlur Áramótablaðið 2024-2025
12 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Forsaga þessarar ferðar er sú að Neyðarlínan óskar eftir aðstoð Súlna við að komast upp í Dreka til að taka niður túrbínuna úr stöðvar- húsinu þar sem hún hafði orðið fyrir skemmdum og voru þeir hræddir um að meiri skemmdir yrðu á túrbínunni ef beðið yrði. Súlur tók vel í þessa beiðni og skipulagning hófst. Ferðafélag Akureyrar frétti af þessari ferð og óskuðu eftir liðsinni okkar við að koma nýjum kamri upp í Bræðrafell sem var sjálfsagt mál þar sem keyrt væri framhjá Bræðrafelli á leið upp í Dreka. Kl. 8:00 á fimmtudeginum lögðu af stað snjóbíll Súlna ásamt 3 jeppum Súlna, og fylgdu okkur upp í Heilagsdal snjóbíll björgunarsveitarinnar Stefáns í Mývatnssveit og báðir jeppar þeirra ásamt 4 einkabílum félagsmanna. Vegna færðar og bilana þurftu jeppa- menn frá að hverfa en tveir bílar Súlna fóru upp Möðrudal og freistuðu þess að komast þá leið í Dreka. Eftir stöðufund með jeppamönnum í Heilagsdal var ákveðið að Neyðarlínumenn og Hjalti, fyrir hönd FFA, kæmu yfir í snjóbílinn og færu áfram, ásamt 4 manna áhöfn snjóbílsins. Ekið var Hverfjall-Góðagil-Heilagsdalur- Sighvatur-Hrúthálsar-Kollóttadyngja- Bræðrafell-Dreki og svo sömu leið til baka aftur. Snjóbílaferðin gekk mjög vel en vegna lélegs skyggnis 1/3 leiðarinnar þurftu menn að ganga á tímabili á undan til að finna bestu leiðina. Snjóbíllinn var kominn í Bræðrafell um kl. 22, var kamrinum komið fyrir við hlið hússins og síðan haldið áfram til gististaðar í Dreka. Hálftíma áður en komið var í Dreka kemur uppkall um að bilun hefði komið upp hjá bílum Súlna sem ætluðu að komast í Dreka og ákveðið var að þeir skildu snúa heim. Komið var í Dreka um 1 leitið um nóttina og þá var hafist handa við að moka frá hurðinni á skálanum og koma grillinu í gang. Eftir matinn fór hluti hópsins að stíflunni til að hleypa úr lóninu með því að opna botnlokann. Var komið aftur í skála og farið að sofa um hálf 3. Ræs var kl. 7 um morguninn, borðað, skálinn tæmdur og þrifinn og haldið af stað í að taka stífluhlemmana úr og setja sólarsellu á myndavélina sem staðsett er í Dreka. Þegar komið var að dæluhúsinu sást aðeins í mænistoppinn og hófst því mokstur með snjóbílnum. Kemur þá enn og aftur í ljós hvað þetta tæki er gríðarlega öflugt því hann flutti um 80 rúmmetra af snjó og gróf, ásamt mönnum, 3,5 metra niður frá mæni að hurð þannig að hægt væri að komast inn í húsið. Kl. 9:30 hófst moksturinn og Kl. 11:41 var túrbínan klár á kerrunni til flutnings heim. Kl. 11:30 var óskað eftir sleðum frá Mývatnssveit til að flytja heim veikan félaga sem treysti sér ekki til að sitja í snjóbílnum í 10 tíma heimferð. Mývetningar voru ekki lengi að græja 3 sleða og lögðu af stað á móti okkur. Kl. 12:20 lögðum við af stað heim úr Dreka og Mývetningar voru komnir til okkar við Litlu Kistu sem er sunnan við Kollóttu- dyngju. Var sjúklingurinn fluttur aftan á sleða heim en flutningurinn tók aðeins 2 tíma í litlu sem engu skyggni 2/3 leiðarinnar en leiðin er um 90 km. Snjóbíllinn hélt áfram í litlu skyggni og fór hægt, en örugglega áfram og náði í Mývatnssveit kl. 21:44. Ekki vildi betur til en að Víkurskarðið var ófært og þurfti því að geyma vörubílinn og snjóbílinn á Stóru- Tjörnum. Voru bílarnir sóttir daginn eftir þegar búið var að opna Víkurskarðið. Áhöfn snjóbílsins var því komin í hús kl. 23:56 um föstudagskvöldið. Í þessari ferð ók snjóbíllinn 16 tíma fyrri daginn og 9,5 tíma seinni daginn, samtals 184 km, meðalhraði var 9,1 km klst. og eyddi snjóbíllinn um 550 lítrum í þungu færi dragandi kerru mest alla leiðina auk þess sem hann var mikið notaður við mokstur. Brynjar Lyngmo Ferðasaga af hálendi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==