Súlur Áramótablaðið 2024-2025
14 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Eldsnemma á mánudagsmorgni í lok maí leggja 3 félagar í Súlum af stað í jökla rannsóknarverkefni með NASA og Caltech. Snjóbílinn er fullur af búnaði sem kom frá Californíu. Snjóbílnum var svo komið fyrir ofan á vörubílinn og ferðinni heitið í Húsafell þar sem hafði verið leigður sumarbústaður fyrir allan hópinn. Þar hittum við á hópinn frá Ameríku sem hafði komið til landsins nokkrum dögum áður til að framkvæma nokkrar landmæl- ingar við Grindavík. Ákveðið var að leggja beint af stað á Langjökul þar sem settar voru upp tjaldbúðir, efst á jöklinum með frábæru útsýni til allra átta. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hversu vel ljósleiðari reynist til mælinga á skriðjökli, sambærileg rannsókn var framkvæmd á Suðurpólnum fyrir nokkrum árum af sömu aðilum. Næstu dagar fóru í að plægja niður nokkrar tegundir ljósleiðara með plóg sem NASA sérhannaði á snjóbílinn okkar, ljósleiðarinn var svo tengdur í svokallaða DAS mælitölvu sem getur greint hreyfingar og bylgjur í ljósleiðaranum. Á Reykjanesi er einmitt ljósleiðari með eins mælitölvu frá sama hóp sem greinir jarðskjálfta og jarðhreyfingar, sú tölva sendir út viðvaranir um eldgos með í kringum 30 mín fyrirvara. Á Langjökli er ekki mikið um jarðskjálfta til að senda bylgjur í gegnum jökulinn í ljósleiðarann svo að með í búnað- inum frá Ameríku kom stálpinni sem notar stærstu teygju sem við höfum séð til að ýta honum af miklu afli niður á stálplötu, það framkallar bylgjur sem ljósleiðarinn getur numið. Stálpinninn var notaður á nokkrum stöðum meðfram ljósleiðaranum, í allt að sjö hundruð skipti á hverjum stað. Við náðum 3 góðum dögum uppi á Langjökul en veðrið byrjaði að versna á fimmtudeginum svo allt var fjarlægt af jöklinum á miðvikudagskvöldinu og haldið norður aftur. Hópurinn frá Ameríku fór aftur til Grindavíkur til að gera samanburðar- mælingar á landrisi en það hafði einmitt byrjað að gjósa við Grindavík á miðviku- deginum. Um miðjan september fór undirritaður svo aftur upp á jökul til að setja niður 18 jarðskjálftamæla á sama stað og tilraunin fór fram í maí, til að bera saman mis- munandi snjóalög og hvernig bylgjur fara í gegnum jökulinn á mismunandi árstíðum. Theodór Gunnarsson Langjökull með NASA og Caltech
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==