Súlur Áramótablaðið 2024-2025
16 Flest þekkja staðinn eða hafa allavega heyrt um hann. Fyrir þau sem ekki þekkja staðinn þá er Laugafell tæplega 90 km frá Akureyri sé keyrt upp úr Eyjafirði. Þar er nátturlaug og skálar m.a. í eigu FFA. Hægt er að komast að Laugafell eftir nokkrum leiðum m.a. upp úr Bárðadal inn á Sprengisand og yfir Dragaleið en það er leiðin sem við í bílaflokk Súlna ákváðum að fara helgina 2.-4. febrúar. Í vikunni fyrir ferðina var fylgst með spánni, sem lofaði ekki góðu á föstudeginum og aðfaranótt laugardags; mikill vindur, og búið að snjóa mikið. Við vissum því að það yrði blint á okkur, en þar sem við fáum ekki að velja veðrið í útköllum ákváðum við að halda okkur við ferðaplanið og nýta aðstæðurnar sem æfingu. Við lögðum af stað seinni part föstudags á Súlum 1 (patrol á 44” dekkjum) og Súlum 2 (Ford 350 á 49”) ásamt tveimur einkabílum; Tacomu á 44” og Landcruser á 40”. Snjóbíll var líka með í för en fjögurra manna hópur lagði af stað á honum í hádeginu, þar sem hann fer yfirleitt mun hægar yfir. Ferðin gekk mjög vel í fyrstu. Færðin var góð, okkur miðaði vel áfram þegar við keyrðum inn í myrkrið. Það náðist að festa Landcruser nokkrum sinnum sem var fljótleyst með spotta og að lækka loftþrýsting í dekkjunum. Þó leið ekki á löngu þar til hann affelgaði hægra framhjól. Það gekk brösulega að koma dekkinu aftur upp á felguna en eftir að hafa prófað nokkrar aðferðir hafðist það þó. Þarna var dýrmætur tími horfinn frá okkur, skyggnið farið að versna og algjört myrkur, nema þar sem ljósin á bílunum skinu á. Eftir þetta bras gekk vel í rúmlega tvo tíma eða þangað til við komum að smá brekku sem skóf verulega í. Eftir nokkrar tilraunir hjá Landcruser við að komast upp affelgaðist á afturhjóli hjá honum. Til að tapa ekki meiri tíma ákváðum við að Landcruser yrði skilinn eftir þarna, við gætum brasað í honum á heimleiðinni á sunnudeginum. Héldum við því áfram eftir að hafa sameinast í bíla. Það leið þó ekki á löngu þar til næsta vesen bankaði uppá og urðu þau nokkur. Það fyrsta var hæð sem var á kafi í þurrum og griplitlum snjó og þurftum við nú að finna leið upp hana en hægt og rólega kröfluðum við okkur upp í skriðgír og með eins mikið úrhleypt og dekkinn þoldu. Hálfnaðir upp hæðina heyrðum við í snjóbílamönnum en þeir voru þá ný komnir í Laugafell. Við báðum þá að snúa við, veita okkur aðstoð og koma með eldsneyti ef þeir finndu ílát undir það. Eftri tæplega tveggja tíma bras í brekkunni komst Súlur 1 upp á hæðina. Það hafði þó þann kostnað í för með sér að ekki var víst að eldsneytið dygði alla leið í Laugafell. Auk þess fraus skiptibarkinn í bílnum á meðan hann beið eftir að hinir kæmust upp og því ekki lengur hægt að koma honum í Drive. Út í vonda veðrið og undir bíl var haldið til að finna klakann og brjóta hann af svo hægt væri að aka bílnum. Eftir hálftíma bras gekk það eftir og hægt var að keyra bílinn að nýju. Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Laugafell
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==