Súlur Áramótablaðið 2024-2025
17 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Rúmlega eitt að nóttu var snjóbíll kominn á fulla ferð í átt til okkar en án eldsneytis og Tacoman enn að vandræðast í brekkunni. Það var því tekin sameiginleg ákvörðun hjá jeppafólki um að láta gott heita, snúa við og halda aftur í bæinn. Þegar við létum snjóbíl vita um áætlun okkar ákváðu þeir að fara sömu leið fyrst þeir voru lagðir af stað til baka. Planið hjá þeim var að skilja snjóbíl eftir hjá bænum Mýri í Bárðardal og keyra í bæinn á Súlum 7, sem er vörubíllinn okkar. Heimleiðin gekk samt ekki snuðrulaust fyrir sig. Við fórum mjög hægt yfir vegna skyggnis og færðar en skiluðum okkur í hús rúmlega sjö að morgni laugardags eftir tæplega 14 tíma ferð. Þá var það eina að í stöðunni að fara beint heim að sofa enda stefndum við á að ná í Landcruserinn, sem skilin var eftir, á sunnudeginum. Eftir um þriggja tíma svefn hringir hjá mér síminn. Var það einn úr snjóbíl að láta mig vita að þegar þeir voru að koma að Stórutjarnaskóla á Súlum 7 hefði bíllin drepið á sér í akstri og færi ekki aftur í gang. Eftir nokkur símtöl tókst að redda drætti fyrir bílinn inn á næsta hlað og skömmu síðar fórum við tveir úr bænum að ná í hópinn. Á sunnudagsmorgni var lagt af stað í blíðskapar veðri með varadekk undir Landcruser svo ekki þyrfti að brasa í að koma dekkinu aftur á felgu. Björgunar- leiðangurinn gekk mjög vel. Við hittum hóp frá Hjálparsveitinni Dalbjörg á miðri leið og vorum samferða honum þar sem hann var í álíka leiðangri. Ferðin gekk vandræðalaust fyrir sig og varla snjó að sjá miðað við föstudaginn enda allur fokinn burt. Eftir dekkjaskipti á Landcruser var haldið heim á leið með einu hamborgara og vöfflustoppi hjá snjóbíl enda úrvals vöfflujárn staðalbúnaður í honum og óspart notað. Næsta stopp eftir vöfflukaffi var til að sinna Súlur 7 sem beið bilaður spölkorn frá Stórutjarnaskóla. Eftir ýmsar tilraunir til að koma honum í gang þurftum við frá að hverfa. Var því fengin bíll frá Terra til að koma hersingunni til Akureyrar; fyrst snjóbíl og svo var Súlur 7 dreginn á stöng í bæinn. Ferðinni lauk því rúmlega 20:00 á sunnu- degi eftir að hafa farið stutt, séð nánast ekkert en brasað helling. Sem gerir þessa ferð einstaklega eftirminnilega og ég hlakka til næstu. Hjörtur Þór Hjartarson Notuðum flugeldum þarf að koma í þar til gerða flugeldagáma sem verða staðsettir við Gámasvæðið í Réttarhvammi og eftirfarandi grenndarstöðvar: • Ráðhús Akureyrarbæjar • Bónus Langholti • Bónus Naustahverfi Ekki verður um skipulagða hreinsun að ræða hjá Akureyrarbæ. AKUREYRINGAR
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==