Súlur Áramótablaðið 2024-2025
18 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri 112 dagurinn var haldinn hátíðlegur sunnudaginn 11. febrúar síðast liðinn. Var þetta í fyrsta sinn í langan tíma þar sem allir viðbragðsaðilar á Akureyri koma saman og halda upp á daginn. Slökkvilið Akureyrar átti frumkvæðið að því að skipuleggja daginn. Hátíðin var haldin á göngum Glerártorgs milli kl. 13 og 16. Alls voru um 50 manns sem komu að framkvæmd dagsins frá Súlum, Slökkviliði Akureyrar, Lögreglunni, Rauða krossinum, Frú Ragnheiði og Neyðarlínunni. Fulltrúar Súlna sem voru á staðnum kynntu starf flokka og tæki og búnað fyrir gestum og gangandi. Mikið líf og fjör var á Glerártorgi þennan dag en samkvæmt talningu rekstraraðila Glerártorgs mættu rúmlega 2300 manns og kynntu sér störf og búnað viðbragðsaðila. Það var einróma samþykkt að þessi dagur sé kominn til að vera og hlökkum við til að taka þátt aftur að ári. Elva Dögg 112 dagurinn
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==