Súlur Áramótablaðið 2024-2025

20 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Hálendisvakt í Landmannalaugum Fimm árum síðar sit ég aftur og skrifa grein um hálendisvakt Súlna að Fjallabaki. Það hlýtur að vera einhverskonar bilun að eyða viku af sumarfríinu sínu í að sinna vandamálum annarra, lengst uppi á fjöllum þar sem gist er í skálum og klósettaðstaða er oft fábrotin, svo ekki sé meira sagt. Samt gerir maður þetta aftur og aftur. Svo fyrir allar aldir á sunnudegi um verslunarmannahelgi héldum við af stað í leiðangur; 12 manns á 6 farartækjum með vistir fyrir 8 daga úthald og búnað fyrir verkefni allt frá jöklagöngu til straum- vatnsbjörgunar, frá bílaviðgerðum til fyrstuhjálpar. Og þótt við höfum ekki komist í jöklagöngu í þetta skiptið þá fengum við að smakka á fjölbreyttri flóru verkefna. Það er nefnilega þannig að þó maður óski engum þess að lenda í vandræðum á hálendinu (eða nokkursstaðar) þá er fólkið á útkallslistum Landsbjargar upp til hópa útivistarsinnaðir adrenalínfíklar sem hafa gaman af brasi og brölti. Það á einnig við um okkur svo við tókum fagnandi á móti þeim verkefnum sem við fengum í fangið. Þar á meðal var fólk í bílavandræðum, fólk sem slasaði sig við að dást að landinu langt úr alfaraleið og fólk sem vantaði upplýsingar og tilsögn. Fólk sem hefði annars þurft að bíða mun lengur eftir aðstoð og hefði mögulega komið sér í enn meiri vandræði við að reyna að koma sér úr vandræðum. Það er þó ekki þannig að allir á hálendinu séu sífellt að koma sér í vandræði. Flestir ferðalangarnir á svæðinu eru til algjörrar fyrirmyndar og því nutum við þess líka að skoða hið mikilfenglega svæði sem Fjallabak er, spila, kynnast hverju öðru betur og borða allan matinn sem við vorum með (TAKK styrktaraðilar!). Auk þess fengum við heimsókn frá stjórn og Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Takk fyrir okkur.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==