Súlur Áramótablaðið 2024-2025
21 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri FLUGELDASÝNING 31. DESEMBER KL. 21:00 Skotið verður upp á lóð Norðurorku starfsfólki Landsbjargar sem mætti á svæðið svo eftir var tekið og þáði veitingar, spjall og fréttir af hálendinu. Eftirá að hyggja fengum við sennilega bestu vikuna í hálendisvakt þetta sumarið þó engin sveit hafi sóst eftir henni (Það er víst ekki vinsælt allsstaðar að stinga af frá fjölskyldunni um versló). Við sluppum nefnilega með skrekkinn á milli tjaldfeykjandi storms og nóróveirusmits og prísum okkur alsæl með að hafa haft bara alveg passlega mikið að gera þessa viku okkar að Fjallabaki . Hálendisvakt Landsbjargar var komið á sem tilraunaverkefni til að stytta viðbragðstíma á helstu ferðamannastöðum á hálendi Íslands árið 2006 þar sem upp höfðu komið útöll þar sem fólk í sárri neyð og mögulega lífshættu þurfti að bíða í lengri tíma eftir að sérhæfð aðstoð bærist úr byggð. Þetta verkefni hefur sannað gildi sitt og fest sig í sessi og verður vonandi fastur liður hjá björgunarsveitum landsins um ókomin ár. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==