Súlur Áramótablaðið 2024-2025

22 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Leitarhundar Innan Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri störfuðu á árinu 2024 fjögur hundateymi, Hjördís og Urmull, Andrés og Húgó, Rúnar og Rayo, og Valþór og Ljómi. Bættust því við tvö ný teymi frá því í fyrra. Öll teymin taka þátt í bæði víðavangsleit og snjóflóðaleit og æfa með Leitarhundum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Urmull og Hjördís með A endurmat í snjóflóðaleit og B próf í víðavangsleit. Húgó og Andrés eru með B-próf í snjóflóðaleit og víðavangsleit. Rayo og Rúnar eru með C próf í snjófljóðaleit og einnig Ljómi og Valþór. Er stefnan þegar þessi grein er rituð að eftir sé að halda eina úttekt þar sem Rayo og Rúnar og Ljómi og Valþór geta tekið C próf í víðavangsleit. Starfa því innan Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri tvo útkallsteymi í víðavangi og snjóflóðum og tvö teymi sem eru enn í þjálfun.  Hafa á árinu verið haldnar níu víðavangsæfingar og ein víðavangsúttekt og þrjár snjóflóðaæfingar auk tveggja snjóflóðaúttekta. Tók eitt teymi einnig þátt í stórri snjófljóðaæfingu í Hlíðarfjalli í vor. Voru úttektirnar í ár haldnar 13-17.mars snjóflóðaúttekt í Oddskarði á Austurlandi, 13.-14. apríl snjófljóðaúttekt fyrir C hunda í Víkurskarð Norðurlandi, og 4.-6. okt víðavangsúttekt í Aðaldal Norðurlandi.  Á árinu hafa leitarhundar verið kallaðir 5 sinnum út á Norðurlandi bæði vegna snjóflóða og leitar að einstaklingum. Fyrir hönd leitarflokks Hjördís Guðmundsdóttir

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==