Súlur Áramótablaðið 2024-2025

24 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Ferðamennska og rötun Eitt af fyrstu námskeiðunum sem nýliðar taka hjá Súlum er námskeiðið Ferða- mennska og rötun. Í ár var ákveðið að gera verklega hlutann með öðru sniði en áður og farið í 17 km göngu og gist í skála yfir nótt. Ferðin gekk vel og hægt að fullyrða að hún hafi verið sigur fyrir alla göngumenn og verður vonandi fastur liður hér eftir í nýliðaþjálfun hjá Súlum. Í ferðina fóru 17 nýliðar ásamt 11 fullgildum félögum og nýliðum tvö. Nýliðarnir sátu námskeið í bóklegum hluta á miðvikudags- og föstudagskvöld, þar sem meðal annars var farið yfir þann búnað sem þau þyrftu að vera með í ferðinni. Sumir keyptu sér nýjan búnað eins og t.d. gönguskó, aðrir fengu hluti lánaða hjá fjölskyldum og vinum. Hefð er fyrir því að fullgildir meðlimir láni nýliðum GPS tækin sín í verklega hlutann á þessu námskeiði og sú hefð breyttist ekki. Enda ætti enginn að leggja upp í svona fjallaferð án þess að hafa GPS tæki og helst áttavita með í för. Á þessum kvöldum var einnig farið yfir notkun á þessum tækjum, hvernig á að búa til ferðaplan, hvernig skal pakka í bakpoka, hvaða fatnaður hentar best og aðra mikilvæga hluti fyrir að ferðast öruggt um fjöll. Á laugardagsmorguninn hittist hópurinn í húsnæði Súlna, þar sem nýliðar vigtuðu bakpokana sína. Sá léttasti var rúm 7 kg. og þyngsti var tæplega 17 kg., í lok ferðar var fólk beðið að hugsa um hvort einhverju hefði verið ofaukið eða hvort að þeim hafi vantað eitthvað í pokann. Það er gert til þess að þjálfa þátttakendur í því að átta sig á hvað það vill hafa og hvað það þarf að hafa með sér í pokanum sínum á svona ferðalagi. Og auðvitað hvort það hafi verið með einhvern algjöran óþarfa í pokanum sínum. Úr húsi var haldið um klukkan níu og keyrði bílaflokkur hópnum til Grenivíkur þar sem gangan hófst. Misjafnar tilfinningar fóru í gegnum hópmeðlimi, allt frá því að spyrja sig út í hvað er ég eiginlega komin yfir í að varla getið staðið kyrr af spennu. En enginn snéri til baka með bílahópnum, heldur fóru 28 bakpokar upp og haldið var af stað upp í Grenjárdal í mildu veðri og sólin var byrjuð að kíkja á okkur í gegnum skýin. Þegar upp var komið, mishratt að vísu, tók við rötunarpartur námskeiðsins þar sem fyrsti hópurinn af fimm leiddi hópinn með því að skoða GPS, kort, áttavita og landslag. Og skiptust hóparnir svo á koll af kolli þar til á leiðarenda var komið. Það er að ýmsu að huga þegar gengið er í svona stórum hóp, fólk gengur mishratt og þarf að stoppa misoft. Þannig að partur af námskeiðinu var að finna hvernig hópurinn samstillir sig svo ferðin gangi sem best fyrir sig. Í byrjun stoppaði hópurinn oftar og oft án þess að vita alveg af hverju við værum stopp. Undir lokin var komin mun betri taktur í allan hópinn, stoppin urðu markvissari og ferðin gekk almennt betur. Enda er það partur af því að ganga í svona stórum hóp að finna réttan takt. Við sem höfðum skoðað veðurspána vissum að sólin sem kíkti á okkur var aðeins

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==