Súlur Áramótablaðið 2024-2025

25 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri lognið á undan storminum. Þótt að við vissulega héldum í bjartsýnina um að stundum ljúgi veðurfræðingar. Upp úr hádegi þegar við vorum að fara yfir Þröskuld byrjaði að hvessa og ekki löngu síðar fóru fyrstu snjókornin að fjúka á okkur. Skýin allt í kring sýndu okkur að á leiðinni væri vonsku veður. Áfram hélt ferðin þó og ferðagleðin minnkaði ekki hjá hópnum. Þótt fólk taki mismunandi á krefjandi aðstæðum upp á fjöllum í engu síma-sambandi. Sumir þagna og leita inn á við af krafti að halda áfram á meðan aðrir syngja hástöfum hvaða lag sem kemur upp í hugann öðrum til skemmtunar, eða jafnvel ama! Hópurinn var aldrei kominn í neinar hættulegar aðstæður eða ógöngur þótt veðrið versnaði. Ferðin var góð kennslustund hvernig á að ferðast örugglega við krefjandi aðstæður. Nestispásur og næring er annað sem þarf að hugsa um í svona ferð. Passa þarf að halda orkunni uppi með næringu reglulega á ferðinni og muna að drekka nóg af vatni með. Í nestispásum er sest niður og þá kólnar manni hratt, sérstaklega í síversnandi vetrarveðri eins og við vorum í. Auka einangrun eins og þykk úlpa, einangrunardýna undir rassinn og heitt kakó gerir gæfumuninn í nestispásunni. Orkumikið maul er svo við hendina, hnetur, hlaup og Snickers eru algengir orkugjafar í fjallaferðum. Annað sem mikilvægt er í svona hópferð er félagatékk. Í lok þessarar ferðar voru allir orðnir meðvitaðri og vel þjálfaðir í því. Frá Þröskuldi var gengið í gegnum Trölladal og á þeirri leið kom myrkur og síðustu klukkutímarnir voru krefjandi. Í myrkrinu og í lok ferðar verður félagatékkið enn þá mikilvægara. Að taka eftir þeim sem eru orðnir þreyttir og jafnvel orkulausir, bjóða þeim vatn eða nærinu og passa að sá einstaklingur verði ekki viðskila við hópinn. Einnig er mikilvægt að göngumaður sé meðvitaður um sjálfan sig og láta vita ef eitthvað gerist og hvort sé hægt að aðstoða hann. Enda er björgunarsveitarfólk alltaf tilbúið að aðstoða. Sem dæmi má nefna að þegar einum göngumanni fór að verkja verulega þá buðust sprækari göngumenn til þess að létta á honum með því að taka farangur hans í sína bakpoka. Leiðin lá eins og fyrr var sagt í sæluhúsið Gil, sem er fjallakofi í eigu ferðafélagsins Fjörðungs. Á leiðinni þangað í Trölladal þurfti að þvera fjölmarga læki og litlar ár. Því reyndi mikið á þann hóp nýliða sem leiddi þar í gegn. Ekki einungis þurfti að finna rétta leið til að þvera heldur var kolsvarta myrkur og veðrið orðið afar slæmt. Gengu yfir okkur hríðarbyljir og oft var skyggnið ekki mikið. Undir lok ferðarinnar var komin íséljagangur og fengum við þykka skel af hrími framan á okkur. Því auðvitað var vindáttin þannig að við fengum vindinn og úrkomuna í fangið. Óhætt er að segja að allir voru því vel fegnir að komast í Gil og fá hvíld frá veðrinu. Húsið í Gili er nýlegt og vel búið. Snyrtilegt og aðstaða til fyrirmyndar. Þó auðvitað tæki dágóðan tíma að koma öllum hópnum inn og hengja blaut og ísuð föt til þerris. Sumir voru orðnir glorhungraðir, en allir þreyttir og sælir. Nokkrir ofurhugar ákváðu að láta ekki notalegheitin inn í Gili freista sín heldur tjölduðu fyrir utan í éljaganginum. Þau fengu þó að borða inni hjá okkur hinum og fá smá yl í kroppinn fyrir nóttina úti í tjaldi. Þau segjast öll hafa sofið mjög vel, fyrir utan einhverjar hrotur en þær voru líka inn í skálanum, hvort sem það er satt eða logið hjá þeim sem segjast hafa heyrt hroturnar. Næsti morgunn var tekinn í rólegheitum, fólk fékk sér að borða, spjalla og drukkið kaffi. Svo var kíkt út og stórbrotið útsýnið virt fyrir sér í kringum Gil. Því við komum í svarta myrkri og vissum ekkert hvernig umhverfið væri í kringum okkur kvöldið áður. Tekið var til í Gili í rólegheitum, þar sem allir voru kátir eftir nærandi svefn og nutu fjallaorkunnar. Bílaflokkur Súlna kom upp úr hádegi og sótti hóp af alsælum 28 fjallagörpum og keyrði alla heim til byggða. Sumir voru að kljást við sitt fyrsta svona ævintýri, vonandi ekki það síðasta, meðan aðrir bættu við enn einni ánægjulegri ferðinni í ævintýra- bókina. Gönguferðin var mikið lærdómsferli á hinum ýmsu þáttum fyrir nýliða og einnig þá sem eru með meiri reynslu. Veðrið sýndi á sér ýmsar hliðar og var mjög krefjandi á köflum, en björgunarsveitir starfa yfirleitt í krefjandi veðri og var þetta því einstaklega góð kennslustund. Eitt af því mikilvægasta í svona ferðum er ferðaandinn og stemmingin í hópnum, sem þessi hópur skaraði fram úr með, jákvæðnin og gleðin var alltaf í fyrirrúmi ásamt auðvitað fagmennskunni. Ágústa Ýr Sveinsdóttir og Guðrún Elísabet Jakobsdóttir

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==