Súlur Áramótablaðið 2024-2025

28 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Tækjamót Landsbjargar Nokkrir meðlimir Súlna skelltu sér á tækjamót Slysavarnafélagsins Landsbjargar laugardaginn 16 mars sem félagar úr björgunarsveitum frá Húnavatnssýslu og Skagafirði sáu um að skipuleggja. Á mótið mættu í kringum 260 manns og fylgdi þeim töluvert magn af tækjum. Fólkið á beltatækjum hittust á planinu við Tindastólsafleggjarann og stefndu á Vesturfjöll sem eru fjöllin vestan Skagafjarðar frá Vatnsskarði að sunnan og að Króknum norðan meðan jeppafólk mættu á planið hjá Olís í Varmahlíð og stefndu þaðan upp á hálendið. Súlur mættu með tvo jeppa á tækjamót, Súlur 2 Ford 350 og Súlur 4 Ford Ecoline nýkomin norður úr breytingu og var þetta fyrsta jeppaferðin sem 6 hjóla ökutæki og nýttu ökumenn tækifærið til ýmissa prófana á nýjum búnaði. Keyrt var frá Varmahlíð fram Goðdalafjall í Ingólfsskála þar sem við grilluðum og spörkuðum í dekk. Frá Ingólfsskála var ekið að miðju Íslands og þaðan í Laugafell. Í Laugafell tvístraðist svo hópurinn töluvert og héldu margir heim á leið yfir hálendið. Við í Súlum héldum áfram með hópnum niður í Skagafjörð eftir Skagafjarðarleið og kvöddum svo hópinn þar sem ferðin byrjaði, á Olís í Varmahlíð. Ferðin í heild gekk mjög vel enda lék veðrið við okkur og stærstu vandamálin voru nokkrar festur og bras sem varla teljast til vandamála í svona ferðum og eru auðleyst í góðra félaga hópi Hjörtur Þór Hjartarson FLUGELDAMARKAÐUR HJALTEYRARGÖTU 12

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==