Súlur Áramótablaðið 2024-2025
3 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Útgefandi: Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, 2024 Ábyrgðarmaður: Halldór Halldórsson Ritstjóri: Elva Dögg Pálsdóttir Myndir: Félagar úr Súlum Prentvinnsla: Prentmet Oddi Upplag: 8.500 eintök Forsíðumynd: Jón Heiðar Rúnarsson Í ritnefnd árin 2024-2025 sitja Elva Dögg Pálsdóttir, Erna Guðrún Sigrúnar Jónsdóttir, Jón Helgi Elínar Kjartansson, Magnús Björnsson og Sveinn Andri Jóhannsson. Líkt og fyrri ár hefur Ingimar Eydal svo séð um sölu auglýsinga fyrir blaðið. Í blaðinu í ár er stiklað á stóru frá því helsta úr starfi sveitarinnar árið 2024 sem að vanda hefur verið ansi öflugt og fjölbreytt. Nýjung í blaðinu í ár er verðlaunakrossgáta samin af Braga V. Bergmann. Lausninni má skila á opnunartíma flugeldasölu í Hjalteyrargötu 12 eða með því að senda póst á ritnefnd@sulur.is Látið nafn og símanúmer fylgja með lausninni. Síðustu forvöð til að skila er kl. 22:00 þann 30. desember. Dregið verður út réttum lausnum að morgni 31. desember og vinningshafi getur sótt flugeldaglaðning fyrir lokun flugeldasölu kl. 16:00 á gamlársdag. Ritnefnd vill þakka öllum sem komu að útgáfu blaðsins og lögðu hönd á plóginn við greinaskrif og prófarkalestur kærlega fyrir aðstoðina. Sérstakar þakkir fá þeir félagar sem hafa verið duglegir með myndavélina (nú eða símann) á lofti og gáfu okkur fúslegt leyfi til þess að birta myndirnar þeirra í blaðinu. Því án þeirra væri jú ekkert blað. Forsíðumyndin í ár er tekin á snjóflóðaæfingu í Hlíðarfjalli af Jóni Heiðari Rúnarssyni. Kunnum við honum góðar þakkir fyrir myndina. Við vonum að blaðið gefi lesendum innsýn í fjölbreytt og öflugt sjálfboðaliðastarf Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri. Hátíðarkveðjur, ritnefnd áramótablaðs Súlna 2024 Ritnefnd 2024 Efnisyfirlit Formannspistill..................................... 4 Súlur - útköll 2024................................ 6 Framlag félaga.................................... 10 Ferðasaga af hálendi. ......................... 12 Langjökull með NASA og Caltech........ 14 Laugafell. ........................................... 16 112 dagurinn. .................................... 18 Hálendisvakt í Landmannalaugum...... 20 Leitarhundar....................................... 22 Ferðamennska og rötun...................... 24 Tækjamót Landsbjargar...................... 28 Fjölskyldudagur.................................. 30 Nýliðastarfið. ...................................... 32 NAM dagurinn 2024........................... 34 Árleg gönguskíðaferð.......................... 36 Framkvæmdafréttir............................. 38 2024 í myndum.................................. 40
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==