Súlur Áramótablaðið 2024-2025
30 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Fjölskyldudagur Hefð hefur myndast fyrir því að halda fjölskyldudag Súlna og var engin breyting á því í ár. Líkt og í fyrra héldu félagar með fjölskyldur sínar og flest öll tæki sveitarinnar upp í Víkurskarð. Einnig voru meðferðis skíði, þotur, stiga sleðar og snjóbretti og nýttu allir tækifærið að renna sér niður brekkurnar og fá far upp aftur. Veðrið var ljómandi gott og nutum við þess að eiga góðan dag saman. Venju samkvæmt voru grillaðir hamborgarar og pylsur ofan í mannskapinn og grilluðu krakkarnir sykurpúða í eftirrétt. Norðlenska styrkti okkur með góðgæti á grillið og erum við þeim mjög þakklát. FLUGELDAMARKAÐUR HJALTEYRARGÖTU 12
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==