Súlur Áramótablaðið 2024-2025

32 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Nýliðastarfið Fyrsti hittingur nýliðanna þetta árið var 18. september þar sem farið var í göngutúr upp í Fálkafell. Fyrsta alvöru námsskeiðið var svo viku seinna þegar galvaskur hópur mætti í námskeið í fyrstu hjálp. Námskeiðið samanstóð af tveimur kvöldhittingum og tveimur dögum af fyrirlestrum og æfingum sem enduðu á prófi sem þurfti að standast til að standast námskeiðið. Á námsskeiðinu var farið yfir allt mögulegt tengt því hvernig takast ætti á við að halda fólki í sem bestu ástandi frá því það þurfi á aðstoð okkar að halda þar til því liði betur eða kæmist í sérhæfða aðstoð. Andrúmsloftið í hópnum þessa helgina var gott og allir stóðust námsskeiðið með glæsibrag. Miðvikudaginn þar á eftir komu nýliðar úr Björgunarsveitinni Dalvík í heimsókn og lærðu um fjarskipti með nýliðahópnum úr Súlum. Þar var farið yfir helstu hluti tengda TETRA og VHF talstöðva. Viku seinna fórum við á námsskeiðið Björgunarmaður í aðgerðum þar sem formaður Súlna, Halldór Halldórsson, fór í gegn um mikið magn af myndböndum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu um alls kyns formsatriði tengd björgunarsveitarstarfi. Viku seinna hittum við meðlimi bílaflokks og bátaflokks sem sýndu okkur bíla og báta sveitarinnar. 23. október var svo komið að næsta stóra námskeiði en það var Ferðamennska og rötun. Það innihélt tvo kvöldfyrirlestra og svo var farið í gönguferð frá Grenivík yfir á Gil. Í ferðinni var hópnum skipt upp í sex hópa sem áttu að leiða hópinn og nota þekkingu úr fyrirlestrunum fyrr í vikunni. Lagt var af stað í blíðskapaveðri en þegar leið á ferðina byrjaði að snjóa auk þess sem það bætti í vind eftir því sem leið á ferðina. Ferðalangar voru ánægðir þegar þeir sáu skálann í Gili og komust þar inn. Hópurinn svaf þar um nóttina áður en haldið var heim daginn eftir. Með nýliðunum komu einnig nokkrir meðlimir sveitarinnar sem ekki voru tengdir nýliðaprógramminu en ferðin var opin öllum meðlimum sveitarinnar. Næst á dagskrá var svo sala á Neyðarkalli þar sem unnið var með öðrum meðlimum sveitarinnar við að selja Neyðarkall, sem er næst stærsta fjáröflun sveitarinnar. Það gekk vel og í fyrsta skipti sem sjá mátti nýliðana í Landsbjargarskelinni. Viku eftir það var svo hnútakvöld þar sem farið var yfir helstu hnúta sem notaðir eru á fjöllum. Síðasta námskeiðið þetta haustið var haldið um miðjan nóvember þar sem farið yfir leitartækni. Tvö kvöld og tveir dagar eins og hin stóru námskeiðin, þar sem farið var yfir allt frá fínleit yfir í hraðleit á stóru svæði. Námskeið sem lauk með leit í Kjarnaskógi þar sem nýliðaforingjarnir okkar höfðu týnst. Reynir Zoëga FLUGELDAMARKAÐUR HJALTEYRARGÖTU 12

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==