Súlur Áramótablaðið 2024-2025

35 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Á meðan undirbjuggu skipuleggjendur snjóflóðavettvang á Súlumýrum, þar sem þrír aðilar voru „í flóði“. Í talstöðina var kallað um klukkan átta morguninn eftir. Hópurinn var staddur í nágrenni við nýfallið snjóflóð sem útilífs- flokkur hafði undirbúið. Án þess að pakka saman eða ná svo mikið sem að hita hafragrautinn rauk hópurinn af stað, norður í átt að slysstað. Á milli Gamla og Fálkafells komst hópurinn í upp gefinn punkt og hófst þá björgun úr snjóflóði. Helsta verklag var hópnum í fersku minni eftir eftirminnilegt snjóflóðanámskeið á Karlsárdal, fyrr um veturinn. Miðað við bjargir á vettvangi gekk verkefnið vel og var fyllsta öryggis gætt sem er fyrir öllu. Hópurinn pakkaði einum sjúkling í börur, hnýtti í þá spotta sem voru meðferðis og dró í snjónum niður að hitaveitutanki. Hópurinn var svo ferjaður niður að sólúri þaðan sem hann gekk aftur í Gamla til að ganga frá búðunum. Stórskemmtilegum og lærdómsríkum NAM sólarhring var lokið. Lokahugleiðingar NAM-dagurinn var ekki aðeins áskorun fyrir þátttakendur heldur einnig fyrir þá sem skipulögðu hann. Verkefnið krafðist nákvæmrar áætlanagerðar, góðrar sam- hæfingar og samskipta allra sem komu að því. Með vel útfærðum verkefnum og skipulagðri dagskrá var tryggt að NAM- dagurinn yrði bæði lærdómsríkur og ógleymanlegur fyrir alla sem tóku þátt. FLUGELDAMARKAÐUR HJALTEYRARGÖTU 12

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==