Súlur Áramótablaðið 2024-2025
6 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Útköll 1. des 2023 - 30. nóv 2024 Súlur Desember 2023 01 Síðasti hópur fór til Grindavíkur til aðstoðar vegna jarðhræringa. Alls fóru þrír hópar, þrjá daga í senn dagana 25. nóv - 3. des. Janúar 12 F2 - Leit að manni í sprungu. Óskað eftir vönu fjallabjörgunarfólki til að vinna í sprungu, 7 manna hópur lagði af stað en beiðnin afturkölluð þegar hópurinn var kominn að Varmahlíð. Febrúar Engin verkefni skráð. Mars 08 F1 - Vélsleðaslys við Þönglabakka. Óskað eftir snjóbíl og vélsleðum til að flytja sjúkling til byggða. Alls tóku 14 félgar úr Súlum þátt í þessu verkefni. Þyrla LHG sótti sjúkling. 08 F1 - Vélsleðaslys í Þverárdal. Útkall boðað um einni klst. eftir boðun í Þönglabakka. Alls tóku 10 félagar úr Súlum þátt í þessu verkefni. 28 F2 - Slasaður gönguskíðamaður við Syðri-Bungur á Krossastaðafjalli. Viðkomandi sóttur og komið í sjúkrabíl. Alls komu 15 félagar úr Súlum að þessu verkefni. 30 F1 - Snjóflóð í Þveráröxl. Snjóflóð fellur við Þveráröxl þar sem amk ein manneskja er slösuð. Óskað var eftir vélsleðum og göngufólki. Alls komu 34 félagar úr Súlum að verkefninu. Apríl 02 F1 - Snjóflóð við Böggvistaðafjall. Talið að 4 menn hafi lent í flóðinu. Síðar kom í ljós að enginn lenti í flóðinu. Alls komu 51 félagar úr Súlum að útkallinu. 04 F2 - Slasaður einstaklingur í Kjarnaskógi. Tilkynnt um slasaðann einstakling á gönguskíðabrautinni í Kjarnaskógi. Óskað eftir göngumönnum í böruburð. Alls komu 13 félagar úr Súlum að útkallinu. 12 Aðgerðastjórn mönnuð vegna snjóflóðs á Siglufjarðarvegi. Alls komu 4 einstaklingar úr Súlum að verkefninu. 24 F2 - Slasaður vélsleðamaður. Tilkynnt um slasaðann vélsleðamann í Flateyjardal. Alls komu 20 einstaklingar úr Súlum að útkallinu. Maí 09 F1 - Vélsleðaslys Glerárdal. Tilkynnt um slasaðan vélsleðamann inn á Glerárdal. Alls komu 22 félagar úr Súlum að útkallinu. 30 F1 - Maður í Fnjóská. Tilkynnt um mann sem fer í Fnjóská. Alls komu 46 félagar úr Súlum að útkallinu. Júní 14 F1 - Rútuslys á Öxnadalsheiði. Tilkynnt um rútuslys á Öxnadalsheiði með 22 einstaklingum innanborðs. Hópslysaáætlun var virkjuð og komu 36 félagar úr Súlum að útkallinu. Júlí 07 F2 - Skúta strandar í Eyjafirði. Tilkynnt um skútu sem strandar innarlegar í Eyjafirði. Óskað var eftir bát og runnerum. Alls komu 15 félagar úr Súlum að útkallinu. 24 F1 - Fjallabjörgun við Ásbyrgi. Tilkynnt um hjólaslys við Ásbyrgi. Óskað var eftir fjallabjörgunarhópi frá Súlum. Hópurinn var afturkallaður rétt eftir að hann var lagður af stað. Alls komu 10 félagar úr Súlum að þessu útkalli. Ágúst 06 F2 - Leit í Kerlingarfjöllum. Óskað var eftir vönu fjallafólki, drónum og buggy bílum vegna leitar að tveimur einstaklingum í Kerlingarfjöllum. Viðbragðið var afturkallað skömmu eftir útkallsboð. Alls komu 14 félagar úr Súlum að þessu útkalli.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==