Bændaferðir 2020

26 Vor 1 Bændaferðir Hér er ævintýraleg ferð til litlu, fallegu eyjunnar Möltu , sjálfstæðs lýðveldis syðst í Miðjarðarhafinu. Í ferðinni kynnumst við sögu ogmenningu eyjarskeggja en við gistum í bænum St. Paul´s Bay . Margar töfrandi ferðir verða í boði, m.a. að hvítu klettaströndinni Dingli þar semhvítir, sæbrattir klettar blasa við. Mdina virkisbærinn er á sérlega fallegu bæjarstæði og við ökum um Buskett, aldingarð eyjunnar þar sem finna má sítrónu- og appelsínuakra. Virkisbærinn Rabat er einstaklega hrífandi og státar m.a. af katakombum . Við eigum viðburðaríkan dag í glæsilegu höfuðborginni Valletta sem svonefndir Mölturiddarar stofnuðu. Í töfrandi siglingu til Gozo, systureyju Möltu, förum við framhjá eyjunni Comino . Skoðunarferð á Gozo sýnir okkur undurfallega eyju sem lætur engan ósnortinn. Hér fara saman gróðursæld og notaleg smáþorpmeð steinhlöðnumhúsum og heillandi mannlífi. Calypso hellirinn er við fallegustu sandströnd eyjunnar, hina rauðu Ir-Ramla l-Ħamra . Við heimsækjum Victoria , höfuðstað Gozo, með volduga virkinu semgnæfir sem kóróna yfir borginni. Marsaxlokk , litli sjávarbærinnmeð smábátana sína, er einstaklega heillandi og sigling út í Bláa hellinn svíkur engan. Glæsilegt ævintýri endar með gömlu bæjarþrenningunni, eins og bæirnir þrír Vittoriosa , Cospicua , Senglea eru kallaðir, þar sem farið verður í skemmtilega siglingu um sögufrægu höfnina á móti Valletta höfuðborginni. Gullna eyjan Malta 31. mars - 7. apríl Fararstjórn: Hólmfríður Bjarnadóttir Land Malta 8 dagar / 7 nætur 7 nætur St. Paul‘s Bay

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==