Bændaferðir 2020
72 Bændaferðir Náttúran í kringum Bled vatn er með sanni hrífandi fögur og lætur engan ósnortinn. Í ferðinni siglum við á Bled vatni út í eyjuna Blejski otok, njótum útsýnisins og heimsækjum þar einstaklega fallega Maríukirkju sem á sér aldagamla sögu. Á leið okkar til Rósahafnarinnar, eða Portorož , sem verður aðaláfangastaður ferðarinnar, skoðum við okkur um í hinum víðfrægu Postojna dropasteinshellum . Í Portorož gistum við fimm nætur. Þaðan höldum við í siglingu til Izola og Piran , sem eru tvær af perlum Slóveníu, stöldrum við í bænum Rovinj í Króatíu og heimsækjum vínbónda í Pazin. Hafnarborgin Koper í Slóveníu verður heimsótt ásamt borginni Hrastovlje en hún er þekkt fyrir heilaga þrenningarkirkju sem skartar mjög merkilegum freskum, þ.á m. þeirri frægustu er kallast Dauðadans. Eftir góða daga í Portorož sækjum við tónlistarborgina Salzburg í Austurríki heim en hún er ein af fallegustu borgum landsins. Þar gistum við þrjár síðustu næturnar, skoðum borgina, förum í Arnarhreiðrið og að vatninu Königssee sem er eitt fallegasta vatn Þýskalands. Bled vatn & Portorož 19. - 29. september Fararstjórn: Soffía Halldórsdóttir Lönd Slóvenía Króatía Austurríki Þýskaland 11 dagar / 10 nætur 2 nætur Bled 5 nætur Portorož 3 nætur Salzburg Haust 7
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==