Bændaferðir 2020
Bók aðu f e r ð i na á baenda f e rd i r. i s 73 Dásamleg og töfrandi ferð um Suður-Frakkland, Katalóníu á Spáni og frönsku Alpana . Við lendum í Genf en höldum rakleitt til sögufrægu borgarinnar Orange í Provence héraði í Frakklandi. Þaðan verður farið í skemmtilegar skoðunarferðir svo sem til Arles og klettabæjarins Les Baux þaðan sem útsýnið er stórkostlegt. Á leið okkar til Katalóníu bregðum við okkur til Figueres , fæðingarbæjar Salvador Dalí og skoðum safn með ævintýralegu verkunum hans. Við dveljum lengst af í fallega bænum Tossa de Mar við Costa Brava ströndina á Spáni sem býr yfir merkumminjum og fornum borgarmúrum í hinum dulúðlega bæjarhluta Vila Vella. Hér njótum við hins ljúfa lífs! Við förum í dagsferð til glæsilegu og litríku heimsborgarinnar Barcelona og í yndislega siglingu á Lloret de Mar við Costa Brava ströndina. Einnig verður komið við í Montserrat klaustrinu sem stofnað var á 9. öld og stendur í 720 m hæð í samnefndum þjóðgarði, þar er fjallafegurðin ólýsanleg. Klausturkirkjan er frægust fyrir líkneskið af svartri Maríu mey og drengjakórinn Escolania. Ferðin endar í borginni Annecy við samnefnt vatn en hún er sannkölluð perla frönsku Alpanna. Suður-Frakkland & Spánn 19. - 30. september Fararstjórn: Hólmfríður Bjarnadóttir Bændaferðir Lönd Spánn Frakkland Sviss 12 dagar/ 11 nætur 3 nætur Orange 6 nætur Tossa de Mar 2 nætur Annecy Haust 8
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==