Bændaferðir 2020
74 Bændaferðir Við líðum eftir Rín , einu stærsta fljóti Evrópu, og virðum fyrir okkur einstaka fegurð Rínardalsins. Daglega bíða okkar nýir og spennandi áfangastaðir en á fögrum bökkum Rínar eru ótal sögufrægir staðir sem við munum fræðast um. Eftir flug til Frankfurt ökum við að ánni Main þar sem við stígum um borð í fljótaskipið MS Gérard Schmitter . Við gistum allar fimm nætur ferðarinnar um borð í þessu glæsilega skipi og eru allar máltíðir innifaldar. Í vínþorpinu Rüdesheim er fjöldinn allur af huggulegum bindingsverkshúsum í gömlum stíl sem unun er að virða fyrir sér. Á siglingu okkar niður fljótið ber vínakra, kastala og hallir fyrir augu og við sjáum m.a. Loreley klettinn, ármótin við Mósel , hina frægu dómkirkju í Köln og borgirnar Nijmegen og Amsterdam. Amsterdam er oft nefnd Feneyjar norðursins og munum við gefa okkur góðan tíma til að skoða þessa litríku og líflegu borg, bæði fótgangandi og á siglingu um síkin. Flogið verður heim frá Amsterdam en tilvalið er að framlengja ferðina og dvelja á eigin vegum í borginni eitthvað lengur. Fljótasigling á Rín 25. - 30. september Fararstjórn: Sigrún Sól Ólafsdóttir Lönd Þýskaland Holland 6 dagar / 5 nætur 5 nætur MS Gérard Schmitter Haust 9
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==