Aðventuferðir 2020

Glæsileg jólaferð til barokkborgarinnar Salzburg í Austurríki sem er hvað þekktust sem fæðingarborgMozarts og miðstöð klassískrar tónlistar. Salzburg er ein af ævintýraborgum aðventunnar en jólamarkaður hennar er einn sá elsti í Evrópu og telst með þeim fallegustu í heimi. Trúlega er borgin sjaldan eins heillandi og á aðventunni með fagurlega skreyttum, upplýstum götum og ilm af jólagóðgæti og glöggi sem leggur yfir stræti og torg. Við förum í skoðunarferð, kíkjum í Mirabell garðinn , göngum yfir ána Salzach, umGetreidegasse og stöldrum við fyrir framan hús nr. 9 sem er fæðingarstaður Mozarts og hýsir nú safn. Hohensalzburg kastalann er vert að skoða en þar var hluti kvikmyndarinnar Söngvaseiðs eða Sound of Music tekinn upp. Við göngum um Gullgötuna , að Mozart torgi, skoðum ráðhúsið, dómkirkjuna og hallarsvæðið en þar er stærsti jólamarkaður borgarinnar. Einnig er hægt að taka lest til bæjarins Oberndorf og heimsækja kapelluna þar sem hinn heimsþekkti jólasálmur Heims um ból var frumfluttur árið 1818. Jólaferð til Salzburg 19. - 22. nóvember Fararstjórn: Arinbjörn Vilhjálmsson Aðventan er tími ljóss og friðar og ilmurinn af jólaglöggi og ristuðum möndlum liggur í loftinu. Í þessari jólaferð höldum við til Wiesbaden sem stendur á bökkum Rínar , rétt vestur af Frankfurt. Í Wiesbaden er mikil aðventustemning og í miðbænum er fallegur jólamarkaður þar sem upplýstar stjörnur svífa yfir litríkum jólahúsum. Boðið verður upp á bæjarrölt með fararstjóra en eins gefst tækifæri til að kanna bæinn á eigin vegum, líta inn til kaupmanna eða fylgjast með mannlífinu frá einu af fјölmörgum kaffi- og veitingahúsum miðbæjarins. Við förum í dagsferð til Rüdesheim, vinsæls ferðamannabæjar við ána Rín. Í hjarta Rüdesheim er hinn skemmtilegi jólamarkaður þjóðanna þar sem hægt er að kaupa fallegar gjafavörur og fylgjast með hvernig handverk frá hinum ýmsu þjóðum er unnið. Þá er upplagt að ylja sér við jóladrykkinn Glühwein . Allur miðbærinn er skreyttur jólaljósum og gaman er að rölta um og njóta jólastemningarinnar til fulls. Jólaferð til Wiesbaden 26. - 29. nóvember Fararstjórn: Íris Sveinsdóttir Verð: 125.800 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting með morgunverði, ferðir til og frá flugvelli í München, skoðunarferð í Salzburg og íslensk fararstjórn. Verð: 119.900 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting með morgunverði, ferðir til og frá flugvelli í Frankfurt, skoðunarferð til Rüdesheim og íslensk fararstjórn. Aðventuferðir S j á f l e i r i aðven t u f e r ð i r á baenda f e rd i r. i s 4 dagar 4 dagar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==