Aðventuferðir 2020

Hér er í boði hrífandi aðventuferð þar sem fornar hefðir, snotur, lítil þorp og spennandi aðventumarkaðir skapa notalega jólastemningu. Eftir flug til Zürich í Sviss er ekin falleg leið um Alsace héraðið í Frakklandi til bæjarins Obernai þar semgist verður í fjórar nætur. Þetta er heillandi bær með áhugaverðum jólamarkaði. Við förumdagsferð til Strassborgar þar sem við siglum á ánni Ill og sjáum stórkostlegar byggingar. Röltumþví næst umborgina, skoðum áhugaverða staði og njótumþess að dvelja á jólamarkaðinum. Heimsækjumnærliggjandi héruð þar sem við kynnumst huggulegum, litlumþorpum, ökum svonefnda vínslóð í Alsace til bæjarins Riquewihr en hann er sannarlega ein af perlumhéraðsins. Colmar er heillandi borg á aðventunni þar sem fara samanmerkilegar byggingar, þröngar, dulúðlegar götur og skemmtilegar verslanir. Við kveðjumObernai og stefnum á Bodensee í Þýskalandi, komum við í Freiburg í Svartaskógi áður en ekið verður til Friedrichshafen . Hér verður enginn svikinn því aðventumarkaðurinn hér á sér fáa líka. Að lokum eigum við góðan dag í bænum Lindau þar sem við skoðum jólamarkað sem oft er sagður sá fallegasti í Þýskalandi. Aðventugleði í Alsace 29. nóvember - 6. desember Fararstjórn: Þóra Björk Valsteinsdóttir Þessi aðventuferð til Salzburgerlands í Austurríki er sérlega heillandi enda skarta borgir og bæir þar sínu fegursta á þessum árstíma. Ilmur frá jólaglöggi og piparkökum svífur um en ferðin hefst í fjallaþorpinu Filzmoos sem er yndislegur bær. Þaðan höldum við í skemmtilegar skoðunarferðir, m.a. til Salzburg sem er ein af perlum Austurríkis, í töfrandi ferð til St. Gilgen og í hrífandi siglingu til bæjarins St. Wolfgang við Wolfgangsee . Við upplifum rómantíska hestasleðaferð upp í Hofalmen fjallaselið í 1.300 metra hæð þar sem við gæðum okkur á jólaglöggi og smákökum. Aðventublærinn er áþreifanlegur í Hallstatt við Hallstättersee sem er einn fallegasti staður Salzkammergut héraðsins en bærinn og umhverfi hans er varðveitt á heimsminjaskrá UNESCO. Jólaævintýrið endar í München, höfuðborg Bæjaralands, þar sem aðventudýrðin er einstök. Aðventufögnuður í Filzmoos 29. nóvember - 6. desember Fararstjórn: Hólmfríður Bjarnadóttir Verð: 214.800 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. Verð: 219.900 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. spörehf. Með fyrirvara um skatta- og gengisbreytingar. Fullgreidd ferð tekur ekki verðbreytingum. Útgáfudagur 14.11.2019 Með fyrirvara um prentvillur. Sjá fleiri aðventuferðir og ítarlegri ferðalýsingar á baendaferdir.is 8 dagar 8 dagar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==