Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1009 Færniþættir sem unnið er með: TEKIÐ Á MISTÖKUM YFIRLIT Það getur reynst stjórnendum erfitt að taka á óæskilegri hegðun starfsmanna. Uppbyggjandi endurgjöf í bland við rétta ferlið og mannlega nálgun gerir það að verkum að skilningur myndast í stað mótstöðu. SAMHENGI Leiðtogar leyfa öðrum að halda virðingu sinni á tímum árekstra og breytinga. Reglur Dale Carnegie í mannlegum samskiptum eru grunnur að þessu ferli. Fólk breytist ekki, það þroskast. Það tekur við nýjum hugmyndum og markþjálfun ef því finnst að hugmyndir þeirra og skoðanir séu teknar með í reikninginn. Við lok þessarar einingar muntu geta tekist á við mistök með þeim hætti að einstaklingurinn heldur virðingu sinni og kemur með tillögur að leiðum til að leysa vandann eða bæta frammistöðuna. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Meðhöndla mistök á áhrifaríkan hátt með því að beita hæfni í mannlegum samskiptum • Ræða vandamál eða aðstæður á faglegan hátt til að halda í gott starfsfólk og valdtraust hópsins • Viðhalda stjórn með því að stjórna Sa.L.S (sanngjörn leyfileg skekkjumörk) Megin færniþættir: • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Úrlausn ágreinings Skapar sátt í erfiðum samskiptum og leysir úr málum sem upp koma vegna ágreinings. Tengdir færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Mannauðsstjórnun Nýtir ferli til að tengja mannauðinn við markmið fyrirtækisins. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==