Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4104 Megin færniþættir: • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem ein- kennist af eldmóði. • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Úrlausn ágreinings Skapar samhljóm í streitu- valdandi aðstæðum. Brúar bil milli fólks sem til varð vegna ágreinings. Tengdir færniþættir: • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvit- aður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrir- tækisins. TEKIÐ Á ERFIÐUM LIÐSMÖNNUM Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Koma auga á hegðun sem hamlar árangri hópsins • Skoða óeðlilegt samspil innan hópa • Nota lögmál til að viðhalda árangursríkum samskiptum innan hóps • Fylga ferli til að breyta hegðun erfiðra liðsmanna YFIRLIT Fólk tekur oft þátt í óeðlilegri hegðun innan hóps án þess að gera sér grein fyrir neikvæðri hegðun sinni eða vita hvernig á að bregðast við samskonar hegðun annarra. Það að takast á við erfiða einstaklinga hefst á því að koma auga á sundrandi hegðun, skilja samspil og stig hóphegðunar og takast á við erfið mál af hreinskilni og háttvísi. SAMHENGI Árangursrík teymi þrífast á mikilvirku samspili sem á sér stað þegar allir innan teymisins deila sömu sýn, vinnusiðferði og skuldbindingu hver gagnvart öðrum. Það er ekki alltaf svo í raunveruleikanum. Sumir liðsmenn hjálpa til við að gera samstarfið auðveldara, skemmtilegra og meira gefandi. Aðrir einstaklingar gera samvinnuna erfiðari en hún þarf að vera. Hlutverk þitt í hópi og sem leiðtogi hóps krefst þess að þú takir á erfiðum liðsmönnum og reynir að ná framúrskarandi árangri hópsins. Þú þarft að gera þetta jafnvel þó þér finnist ekki jafn auðvelt að eiga við alla innan hópsins. Í þessari einingu kemur þú auga á hegðun sem hamlar árangri, samspil í óeðlilegu hópsamstarfi, lögmál til að halda hópnum á réttri braut og til að sameina erfiða liðsmanninn hópnum að nýju.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==